Krefst þess að auðmenn komi að uppbyggingunni eða sleppi því að koma heim 15. október 2008 14:03 Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG. MYND/GVA Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. Í umræðum um skýrsluna sagði Steingrímur að mikilvægast væri að koma í veg fyrir atvinnuleysi og landflótta. Reynsla Færeyinga sem gengu í gegnum mikla kreppu 1990 ætti að nýtast okkur en þá flúðu ríflega 10% þjóðarinnar land. ,,Reynum að sjá til þess að sem flest störf verði í boði hérna heima." Steingrímur spurði hvernig heilt samfélag gat verið svona meðvirkt og ekki áttað sig á því í hvað stefndi. ,,Örfáar raddir reyndu að vara við og benda á það sem væri að gerast. Fjölmiðlar, fræðasamfélag og stærstur hluti stjórnmálanna í algjörum faðmlögum við viðskiptalífið og fjármálamennina sem réðu förinni með þjóðhöfðingann sjálfan í fararbroddi. Hvernig gat þetta gerst?" Margþætt verkefni þarf að vinna, að mati Steingríms sem telur að ekki gefist ráðrúm til að huga einungis að björgunaraðgerðum. Huga verði samhliða að öðrum málum svo hægt sé að vinna að nýju og breyttu samfélagi. Uppbyggingin verði að hefjast. Steingrímur gagnrýndi verkstjórn forsætisráðherra og sagði að hann gæti verið skörulegri. Stjórnarliðar gangi ekki í takt og annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, telji sig hafa efni á að þjóna lund sinni. ,,Við þetta er ekki auðvelt að búa. Af hverju gengur ríkisstjórnin ekki samhent fram og leggur deilumál til hliðar?" spurði Steingrímur. Boða á til nýrra kosninga svo hægt sé að mynda nýja ríkisstjórn, að mati Steingríms sem telur að þjóðin þurfi að velja sér nýja fulltrúa. Hann lauk ræðu sinni á þeim orðum að í lýðræðisríki spretti allt vald frá þjóðinni. Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, krefst þess að auðmenn komi heim og leggi þeirri uppbyggingu sem er að hefjast lið. Geri þeir það ekki geti þeir sleppt því að láta sjá sig á götum úti. Geir H. Haarde, forsætisráðherra, flutti í dag á Alþingi munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. Í umræðum um skýrsluna sagði Steingrímur að mikilvægast væri að koma í veg fyrir atvinnuleysi og landflótta. Reynsla Færeyinga sem gengu í gegnum mikla kreppu 1990 ætti að nýtast okkur en þá flúðu ríflega 10% þjóðarinnar land. ,,Reynum að sjá til þess að sem flest störf verði í boði hérna heima." Steingrímur spurði hvernig heilt samfélag gat verið svona meðvirkt og ekki áttað sig á því í hvað stefndi. ,,Örfáar raddir reyndu að vara við og benda á það sem væri að gerast. Fjölmiðlar, fræðasamfélag og stærstur hluti stjórnmálanna í algjörum faðmlögum við viðskiptalífið og fjármálamennina sem réðu förinni með þjóðhöfðingann sjálfan í fararbroddi. Hvernig gat þetta gerst?" Margþætt verkefni þarf að vinna, að mati Steingríms sem telur að ekki gefist ráðrúm til að huga einungis að björgunaraðgerðum. Huga verði samhliða að öðrum málum svo hægt sé að vinna að nýju og breyttu samfélagi. Uppbyggingin verði að hefjast. Steingrímur gagnrýndi verkstjórn forsætisráðherra og sagði að hann gæti verið skörulegri. Stjórnarliðar gangi ekki í takt og annar stjórnarflokkurinn, Samfylkingin, telji sig hafa efni á að þjóna lund sinni. ,,Við þetta er ekki auðvelt að búa. Af hverju gengur ríkisstjórnin ekki samhent fram og leggur deilumál til hliðar?" spurði Steingrímur. Boða á til nýrra kosninga svo hægt sé að mynda nýja ríkisstjórn, að mati Steingríms sem telur að þjóðin þurfi að velja sér nýja fulltrúa. Hann lauk ræðu sinni á þeim orðum að í lýðræðisríki spretti allt vald frá þjóðinni.
Tengdar fréttir Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12 Mest lesið Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Davos-vaktin: Beðið eftir ræðu Trumps Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Innlent Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Fleiri fréttir Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Sjá meira
Ríkisstjórnin kannar grundvöll málshöfðunar á hendur Bretum Ríkisstjórnin hefur falið breskri lögmannssstofu að kanna grundvöll málshöfðunar á hendur breskum stjórnvöldum vegna þeirra aðgerða sem þau gripu til í síðustu viku gegn íslenskum fyrirtækjum. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem flutti munnlega skýrslu um stöðu bankakerfisins. 15. október 2008 14:12