Tæplega hundrað missa vinnuna hjá Glitni 15. október 2008 12:00 Tæplega hundrað manns missa vinnuna þegar Nýi Glitnir tekur til starfa á grunni hins gamla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Bankastjóri Nýja Glitnis er Birna Einarsdóttir en hún hóf störf hjá Glitni og forverum hans árið 1987. 97 starfsmönnum verður sagt upp. Framkvæmdastjórn Nýja Glitnis er skipuð einstaklingum sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði innan og utan bankans. Áætlað er að heildarfjöldi starfsmanna hins nýja banka verði í kringum 960 manns sem allir munu koma úr röðum núverandi starfsmanna Glitnis. Bent er á að Glitnir hafi á þessu ári hagrætt töluvert í rekstri og hefur starfsmönnum fækkað um 250 það sem af er ári fyrir þessar aðgerðir. Þá segir að unnið hafi verið að þessum aðgerðum í nánu samstarfi við Samtök starfsfólks fjármálafyrirtækja og Starfsmannafélag Glitnis. Starfsmönnum bankans stendur til boða að leita raðgjafar hjá sálfræðingi og þeim starfsmönnum sem ekki flytjast yfir í nýja félagið verðuð boðið að sækja sér starfsráðgjöf hjá Capacent. Framkvæmdastjórar Nýja Glitnis eru: Una Steinsdóttir - viðskiptabankasviði, Stefán Sigurðsson - Eignastýringu, Vilhelm Már Þorsteinsson - Fyrirtækjasviði, Jóhannes Baldursson - Fjárstýringu og markaðsviðskiptum, Sigrún Ragna Ólafsdóttir - Fjármála- og rekstrarsviði og Rósant Már Torfason - Áhættustýringu, lánaeftirliti og lögfræðisviði. Allir þessir einstaklingar hafa mikla reynslu á sínu sviði, innan sem utan bankans. Horfum á eftir góðum vinum og félögum „Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir alla þá sem starfa í bankageiranum. Við horfum nú á eftir góðum vinum og félögum. Það er að mínu mati forgangsatriði fyrir samfélagið að kraftar þessa fólks verði virkjaðir á öðrum vettvangi. Næstu daga munum við hjá Glitni leggja megináherslu á að hugsa um viðskiptavini og fólkið okkar. Það er verkefni okkar að byggja aftur upp öfluga bankastarfsemi á Íslandi. Starfsfólk Glitnis hefur á þessu ári þurft að takast á við erfið verkefni og leyst þau af hendi afar vel. Það býr ótrúlegur kraftur í fólkinu okkar. Framundan eru tímar breytinga og uppbyggingar í íslensku samfélagi.Það þurfa allir að leggjast á eitt til þess að tryggja að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast. Við hjá Glitni ætlum að axla okkar ábyrgð í því sambandi og erum reiðubúin til þess að fara í þá vinnu með yfirvöldum og hagsmunaaðilum. Það þurfa allir að sýna samstöðu, þannig komust við öll í gegnum þetta. Ég starfaði náið með Lárusi Welding og vil nota tækifærið og þakka honum fyrir hans góða starf fyrir Glitni. Þegar hann kom inní í bankann um mitt síðasta ár blöstu við mörg erfið verkefni sem hann leysti vel af hendi. Ég þakka honum samstarfið og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og er bjartsýn á að með samstilltu átaki náum við öll að snúa þeim áskorunum sem við stöndum nú frammi fyrir í tækifæri," segir Birna Einarsdóttir, nýr bankastjóri, í tilkynningunni. Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Tæplega hundrað manns missa vinnuna þegar Nýi Glitnir tekur til starfa á grunni hins gamla. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum. Bankastjóri Nýja Glitnis er Birna Einarsdóttir en hún hóf störf hjá Glitni og forverum hans árið 1987. 97 starfsmönnum verður sagt upp. Framkvæmdastjórn Nýja Glitnis er skipuð einstaklingum sem allir hafa mikla reynslu á sínu sviði innan og utan bankans. Áætlað er að heildarfjöldi starfsmanna hins nýja banka verði í kringum 960 manns sem allir munu koma úr röðum núverandi starfsmanna Glitnis. Bent er á að Glitnir hafi á þessu ári hagrætt töluvert í rekstri og hefur starfsmönnum fækkað um 250 það sem af er ári fyrir þessar aðgerðir. Þá segir að unnið hafi verið að þessum aðgerðum í nánu samstarfi við Samtök starfsfólks fjármálafyrirtækja og Starfsmannafélag Glitnis. Starfsmönnum bankans stendur til boða að leita raðgjafar hjá sálfræðingi og þeim starfsmönnum sem ekki flytjast yfir í nýja félagið verðuð boðið að sækja sér starfsráðgjöf hjá Capacent. Framkvæmdastjórar Nýja Glitnis eru: Una Steinsdóttir - viðskiptabankasviði, Stefán Sigurðsson - Eignastýringu, Vilhelm Már Þorsteinsson - Fyrirtækjasviði, Jóhannes Baldursson - Fjárstýringu og markaðsviðskiptum, Sigrún Ragna Ólafsdóttir - Fjármála- og rekstrarsviði og Rósant Már Torfason - Áhættustýringu, lánaeftirliti og lögfræðisviði. Allir þessir einstaklingar hafa mikla reynslu á sínu sviði, innan sem utan bankans. Horfum á eftir góðum vinum og félögum „Síðustu vikur hafa verið erfiðar fyrir alla þá sem starfa í bankageiranum. Við horfum nú á eftir góðum vinum og félögum. Það er að mínu mati forgangsatriði fyrir samfélagið að kraftar þessa fólks verði virkjaðir á öðrum vettvangi. Næstu daga munum við hjá Glitni leggja megináherslu á að hugsa um viðskiptavini og fólkið okkar. Það er verkefni okkar að byggja aftur upp öfluga bankastarfsemi á Íslandi. Starfsfólk Glitnis hefur á þessu ári þurft að takast á við erfið verkefni og leyst þau af hendi afar vel. Það býr ótrúlegur kraftur í fólkinu okkar. Framundan eru tímar breytinga og uppbyggingar í íslensku samfélagi.Það þurfa allir að leggjast á eitt til þess að tryggja að hjól atvinnulífsins haldi áfram að snúast. Við hjá Glitni ætlum að axla okkar ábyrgð í því sambandi og erum reiðubúin til þess að fara í þá vinnu með yfirvöldum og hagsmunaaðilum. Það þurfa allir að sýna samstöðu, þannig komust við öll í gegnum þetta. Ég starfaði náið með Lárusi Welding og vil nota tækifærið og þakka honum fyrir hans góða starf fyrir Glitni. Þegar hann kom inní í bankann um mitt síðasta ár blöstu við mörg erfið verkefni sem hann leysti vel af hendi. Ég þakka honum samstarfið og óska honum velfarnaðar í framtíðinni. Ég hlakka til að takast á við þetta verkefni og er bjartsýn á að með samstilltu átaki náum við öll að snúa þeim áskorunum sem við stöndum nú frammi fyrir í tækifæri," segir Birna Einarsdóttir, nýr bankastjóri, í tilkynningunni.
Mest lesið Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Fleiri fréttir Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent