Innlent

Utanríkisráðherra vill að Davíð víki

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir skynsamlegast að bankastjórn Seðlabankans víki svo forsætisráðherra hafi nægt svigrúm til breytinga. Þetta kom fram í fréttum RÚV klukkan sex.

Ingibjörg telur að setji Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ásættanleg skilyrði fyrir láni til Íslendinga sé mikilvægt að fá það lán til þess að hægt sé að standa vörð um góð íslensk fyrirtæki sem annars gætu lent í miklum hremmingum og gjaldþrotum fái þau ekki þá lánafyrirgreiðslu sem þau þurfi núna. Brýnt sé að hægt sé að koma þeim til hjálpar sem fyrst.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×