Innlent

Geir flytur ræðu um stöðu bankakerfisins á Alþingi

MYND/GVA

Fyrsta pólitíska umræðan um efnahagsástandið í landinu eftir hrun bankanna þriggja fer fram á Alþingi í dag. Þingfundur hefst klukkan hálftvö, en þá flytur Geir H. Haarde forsætisráðherra skýrslu um stöðu bankakerfisins.

Fulltrúar stjórnmálaflokkanna koma síðan hver á fætur öðrum og flytja mál sitt. Þingmenn sem fréttastofan ræddi við búast við að umræðurnar verði alvöruþrungnar og að þær muni standa yfir frameftir degi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×