Innlent

Úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald

Þrír karlar hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 21. október að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Mennirnir, sem eru á aldrinum 17-28 ára, eru grunaðir um aðild að fíkniefnamáli sem kom upp fyrr í mánuðinum. Þá fundu tollyfirvöld ætluð fíkniefni, amfetamín og kannabisefni, í sendingu sem kom til landsins frá Póllandi. Þremenningarnir voru handteknir við afhendingu sendingarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×