Innlent

Þjóðernissinnar vilja umræður um Íslandslán í Dúmunni

Flokkur þjóðernissinna í Rússlandi hefur óskað eftir umræðu um mögulegt fjögurra milljarða evrulán til Íslands í Dúmunni, neðri deild rússneska þingsins.

Rússneska fréttaveitan Novosti greinir frá þessu. Fulltrúi flokksins segir að skoða verði hvað Íslendingar geti boðið í skiptum fyrir lánsféð. Sem dæmi hvort hægt yrði að byggja rússneska herstöð á Íslandi. Þingmenn kommúnista styðja hugmyndina og lýsa yfir furðu sinni á því að ríki innan Atlantshafsbandalagsins þurfi að biðja Rússa um slíka upphæð að láni.

Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins sagði engan niðurstöðu fengna í málinu. Viðræður íslensku sendinefndarinnar við rússneska fulltrúa héldu áfram í Moskvu í morgun. Ekki náðist í formann íslensku nefndarinnar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×