Innlent

Fagnar orðum Þorgerðar Katrínar

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.
Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar.

Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, fagnar orðum Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, í nýlegri grein í Fréttablaðinu.

Þar segir Þorgerður Katrín að breyttar forsendur kalli á endurnýjað hagsmunamat í tengslum við Evrópumál.

,,Auðvitað á spurningin um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu að snúast um hagsmunamat. Er íslenskum heimilum og fyrirtækjum betur borgið með krónuna en þau væru ef við værum hluti af stærri heild og gjaldmiðli? Þetta er spurningin sem sérhver Íslendingur þarf að spyrja sig þessa dagana," segir Ágúst Ólafur í pisti á heimasíðu sinni.

Skrif Ágústs Ólafs er hægt að lesa hér.


Tengdar fréttir

Uppbygging og endurmat

Þau áföll sem dunið hafa yfir okkur Íslendinga á síðustu vikum hafa áhrif inn á hvert einasta heimili landsins. Næstu mánuðir verða erfiðir, mjög erfiðir, fyrir fólkið, heimili og fyrirtæki í landinu. Margir hafa beðið mikið fjárhagslegt tjón, enginn er ósnortinn. Um allt land, í hverri götu eru fjölskyldur í sárum. Það þýðir hins vegar ekkert að leggja árar í bát.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×