Innlent

Krefjast þess að bæjaryfirvöld virði lýðræði í Hafnarfirði

Pétur Óskarsson er formaður samtakanna Sólar í Straumi.
Pétur Óskarsson er formaður samtakanna Sólar í Straumi.

Í ljósi umræðna undanfarið um mögulega stækkun álvers Rio Tinto í Straumsvík ítreka samtökin Sól í Straumi að bæjarvöld í Hafnarfirði virði lýðræðislegar íbúðakosningar sem fram fóru í mars á seinasta ári.

Samtökin segja að íbúakosningarnar hafi farið fram eftir ítarlegar umræður og kynningu á stækkunarmálinu. Kosningaþáttaka hafi verið mikil, niðurstaðan verið skýr og hana beri að virða.

,,Í aðdraganda þeirra kosninga lýsti bæjarstjóri því ítrekað yfir, bæði á fundum og í fjölmiðlum, að stækkunarmálið yrði ekki tekið upp aftur á þessu kjörtímabili. Við þurfum nú meira en oft áður á stjórnmálamönnum að halda sem standa við orð sín," segir í tilkynningu.

Komi til þess að leggja eigi málið aftur fyrir bæjarbúa telja Sól í straumi eðlilegast að það verði gert samfara næstu bæjar- og sveitastjórnarkosningum vorið 2010.

Ríkisstjórnin hyggst leggja fram rammaáætlun um náttúruvernd og nýtingu orkuauðlinda haustið 2009. ,,Þá fyrst skýrist hvaða orka mun standa Rio Tinto til boða og þá hvort að íslendingar vilja auka hlutdeild áliðnaðar í orkuframleiðslu landsins."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×