Fleiri fréttir Áfram minnkandi umferð í landinu Umferð í nýliðnum júlímánuði reyndist 3,7 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir um land allt. 6.8.2008 13:54 Ómar Ragnarsson hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin 2008 Ómar Ragnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin árið 2008 fyrir baráttu sína gegn eyðileggingu á náttúru á hálendi Íslands. 6.8.2008 13:23 Eftirlýstir Pólverjar bíða framsals Þrír pólskir karlmenn hér á landi bíða þess að verða framseldir til síns heima að beiðni pólskra yfirvalda. 6.8.2008 13:21 Langjökull horfinn um miðja næstu öld? Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld. 6.8.2008 13:19 Ölvaður ökumaður svaf á grænu ljósi Karl á fertugsaldri var handtekinn í miðborginni aðfaranótt laugardags. Hann sat í ökumannssæti bifreiðar á gatnamótum Hafnarstrætis og Lækjargötu en bíllinn færðist ekki úr stað þegar grænt ljós kviknaði á umferðarljósum fyrir hans akstursstefnu. 6.8.2008 12:51 Kvótalausi sjómaðurinn aftur til veiða Landhelgisgæslan reyndi fyrr í dag að hafa samband við sjómanninn Ásmund Jóhannsson frá Sandgerði sem aftur hefur haldið til veiða kvótalaus. 6.8.2008 12:48 85 þúsund farþegar á rúmum 30 árum Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorkiy kom í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í morgun. 6.8.2008 12:35 Lítill snáði slapp vel þegar hann varð fyrir bíl Betur fór en á horfðist þegar fjögurra ára snáði hljóp fyrir bíl á Sundstræti á Ísafirði í morgun. 6.8.2008 12:32 Áfram samstiga lækkanir hjá olíufélögunum Olíufélagið N1 lækkaði í morgun bensínverð um eina krónu og verð á dísillítranum um tvær krónur. 6.8.2008 12:29 Engin fordæmi fyrir afskiptum af skipun fulltrúa í nefndir Ólíklegt þykir að borgarráð hafni brottrekstri Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði á morgun. 6.8.2008 12:05 Sautján stútar gripnir í borginni um helgina Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. 6.8.2008 11:58 Viðræður í hnút og aðgerðar ræddar hjá ljósmæðrum Kjaraviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins eru í algjörum hnút og félagsfundur Ljósmæðrafélagsins tekur í kvöld afstöðu til hugmynda forystumanna félagsins um aðgerðir til að knýja á um launaleiðréttingu. 6.8.2008 11:00 Fundi skipulagsráðs frestað aftur Fundi skipulagsráðs borgarinnar, sem halda átti í dag, hefur verið frestað fram í næstu viku. 6.8.2008 10:45 Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um tvö prósent Tæplega 560 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er tíu þúsund farþegum meira en á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin um tveimur prósentum í júlí eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. 6.8.2008 09:38 Ljósmæður funda með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu Nú stendur yfir samningafundur Ljósmæðrafélags Íslands og ríkissáttasemjara í Karphúsinu en þetta er fyrsti samningafundur deiluaðilanna í nærri heilan mánuð. 6.8.2008 09:16 Vöruskiptahalli nærri 20 milljarðar í júlí Vöruskiptin í júlí reyndust óhagstæð um rúma átján milljarða króna í samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. 6.8.2008 09:04 Hætta rannsókn á meintum sauðaþjófnaði Rannsókn á meintum sauðaþjófnaði, sem hófst með húsleilt í Nesjum í Hornafirði skömmu fyrir síðsutu jól, hefur verið felld niður. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Eskifirði. 6.8.2008 08:27 Maxim Gorky í sinni hinstu Íslandsferð Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorky kemur í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í dag, en eftir þessa ferð verður skipinu lagt og því breytt í hótel. Það hefur siglt um noðrurslóðir í 32 ár,komið rúmlega 130 sinnum við hér á landi á því tímabili og flutt hingað um 85 þúsund farþega. 6.8.2008 08:23 Síðustu gestirnir farnir úr Eyjum Síðustu þjóðhátíðargestirnir yfirgáfu Vestmannaeyjar með Herjólfi í gærkvöldi og þar með lauk þessari fjölmennustu þjóðhátíð til þessa. Talið er að hátt í þrettán þúsund manns hafi sótt hátíðina. Fjölmennt var í Herjólfi þessa síðustu ferð og bílaþilfarið var fullt. 6.8.2008 08:17 Sluppu út úr brennandi húsi í Svarfaðardal Tveir karlmenn, sem búa að Hofsárkoti í Svarfaðardal sluppu ómeiddir út úr brennandi íbúðarhúsinu í nótt, en húsið gjör eyðilagðist. 6.8.2008 07:21 Raunverulegur vilji til samninga skýrist á morgun Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands hittir samninganefnd ríkisins í fyrsta sinn í þrjár vikur á fundi í fyrramálið. Guðlaug Einarsdóttir, formaður félagsins, segir að ljósmæður standi enn fast á sínum kröfum sem snúist aðallega um að fá menntun sína og störf metin að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir í þjónustu hins opinbera með svipaða menntun. 5.8.2008 21:42 Gengisfall krónunnar kemur afar illa við marga námsmenn erlendis Staða íslenskra námsmanna erlendis er slæm og framtíð þeirra óljós í vetur vegna gengis krónunnar og svimandi hárra yfirdráttarvaxta. Samband íslenskra námsmanna erlendis segir þetta ólíðandi og sjónarmið lánasjóðsins úrelt. Fyrirframgreiddar mánaðargreiðslur séu eina svarið. 5.8.2008 19:22 Stjórnvöld í Íran hætt að grýta fólk til dauða Háttsettur aðili innan íranska réttarkerfisins hefur gefið það út að héðan í frá muni stjórnvöld og dómstólar í landinu hætta að fylgja dauðarefsingu eftir með því að grýta fólk til dauða. 5.8.2008 22:10 Þorgerður Katrín: Bloggfærsla Bjarna innistæðulaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, harðneitar því að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun en þessu heldur Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram á bloggsíðu sinni í dag. 5.8.2008 18:28 Olíuverð heldur áfram að lækka Olíuverð á heimsmörkuðum heldur áfram að lækka. Olíufatið stóð í dag í 118 Bandaríkjadölum, sem er um 30 dölum lægra en það var hæst fyrir mánuði síðan. 5.8.2008 19:14 Skemmdir í Hallgrímskirkjuturni verri en reiknað var með Steypuskemmdirnar í Hallgrímskirkjuturni eru mun verri en áður var reiknað með. Áætlað er að viðgerðir kosti meira en hundrað milljónir króna umfram það sem upphaflega var talið. 5.8.2008 18:34 Sjö tilkynningar um innbrot um helgina Sjö tilkynningar um innbrot um verslunarmannahelgina hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5.8.2008 16:28 Þingmaður segir Davíð á leið á eftirlaun Þingmaður Framsóknarflokksins segir að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari á eftirlaun. 5.8.2008 16:15 Tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Hanna Birna Kristjánsdóttir tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fráfarandi varaformanns skipulagsráðs og fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. 5.8.2008 15:15 Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5.8.2008 13:40 Eru landlaus og án ríkisfangs Þeir palestínsku flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru niðjar Palestínumanna sem flúðu land sitt við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og settust að í Írak. Þeir fengu hins vegar ekki ríkisfang í Írak og eiga þess vegna ekkert ríkisfang né landsvæði tið að hverfa til að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur sem sér um undirbúning að komu flóttamannanna til Akraness. 5.8.2008 13:30 Sýknaður af ákæru um árás á eiginkonu og dóttur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás gegn konu sinni og uppeldisdóttur á heimili þeirra í júlí í fyrra. 5.8.2008 12:53 Góðri grásleppuvertíð að ljúka Einhverri bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka. Verð fyrir hrognin hefur stigið jafnt og þétt í sumar og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. 5.8.2008 12:24 Útilokar ekki skaðabótamál á hendur borginni Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur yfirvofandi brottrekstur brot á sveitarstjórnarlögum. 5.8.2008 12:15 Í haldi fyrir að hafa kveikt í tjöldum í Eyjum Maður situr í fangelsi í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa kveikt í tjöldum þjóðhátíðargesta í Herjólfsdal í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti í fjölda tjalda á svæðinu í gærkvöldi og reykurinn var svo mikill að fólk átti erfitt um andardrátt. 5.8.2008 12:10 Dæmdur fyrir að kýla dyravörð og hóta lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir í garð lögreglumanns. 5.8.2008 11:45 Fíkniefnaeftirlit skilaði góðum árangri á Akranesi Lögreglan á Akranesi lagði hald á um 20 grömm af marijúana, 15 grömm af amfetamíní og lítilræði af hassi og kókaíni við fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina. 5.8.2008 11:27 Palestínsk flóttakona segir ástandið í Al-Waleed búðunum skelfilegt 29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín. 5.8.2008 11:23 Dómsmálaráðherra leiðrétti forseta Íslands Björn Bjarnson leiðréttir Ólaf Ragnar Grímsson á vefsíðu sinni og gerir athugasemdir við söguskoðun Ólafs. 5.8.2008 10:32 Sjö líkamsárásarmál í Eyjum Sjö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og þurfti að flytja einn þolandann með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann var meðal annars kjálkabrotinn. Aðrir sluppu betur. Þá komu upp sautján fíkniefnamál, en mjög strangt eftirlit var með fíkniefnaneyslu. 5.8.2008 08:23 Þyrla flutti slasaðan á sjúkrahús Þrír menn slösuðust þegar bíll þeirra valt í Mývatnssveit í gærkvöldi. Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri en allir reyndust minna meiddir en óttast var í fyrstu. Hugsanlegt er talið að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. 5.8.2008 08:22 Bensínþjófur í Baulu Lögreglan á Akranesi handtók í gærkvöldi mann, sem hafði fyllt á bensíntakn bíls síns við Baulu í Borgarfirði og stungið af án þess að greiða fyrir það. Þegar hann náðist kom í ljós að númerin á bílnum voru stolin auk þess sem maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfnegis og fíkniefna. 5.8.2008 08:21 Fundu ferðamann heilan á húfi Björgunarsveitarmenn fundu erlendan ferðamann heilan á húfi í hlíðum Mundafells, austan við Heklu um klulkkan hálf sex í morgun. Maðurinn varð viðskila við samferðafólk sitt síðdegis í gær þegar þoka lagðist yfir Heklu og kallaði það á aðstoð undir miðnætti. 5.8.2008 07:12 Thelma Ásdísardóttir: Fæ sting þegar ofbeldi er verðlagt „Stjórnvöld og dómsvaldið þurfa að senda skýr skilaboð til samfélagsins um að kynferðisafbrot verði ekki liðin," segir Thelma Ásdísardóttir, starfskona Stígamóta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 4.8.2008 17:43 Þrennt flutt á slysadeild eftir bílveltu Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll valt við afleggjarann að Baldursheimi í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö þeirra voru flutt með þyrlu en það þriðja var flutt með sjúkrabíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg, en þau hafi meiðst á baki og hálsi. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talsverð umferð í umdæminu. 4.8.2008 20:08 Sjá næstu 50 fréttir
Áfram minnkandi umferð í landinu Umferð í nýliðnum júlímánuði reyndist 3,7 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir um land allt. 6.8.2008 13:54
Ómar Ragnarsson hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin 2008 Ómar Ragnarsson, kvikmyndagerðarmaður og fyrrverandi fréttamaður hjá Ríkissjónvarpinu hlýtur Seacology umhverfisverndarverðlaunin árið 2008 fyrir baráttu sína gegn eyðileggingu á náttúru á hálendi Íslands. 6.8.2008 13:23
Eftirlýstir Pólverjar bíða framsals Þrír pólskir karlmenn hér á landi bíða þess að verða framseldir til síns heima að beiðni pólskra yfirvalda. 6.8.2008 13:21
Langjökull horfinn um miðja næstu öld? Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld. 6.8.2008 13:19
Ölvaður ökumaður svaf á grænu ljósi Karl á fertugsaldri var handtekinn í miðborginni aðfaranótt laugardags. Hann sat í ökumannssæti bifreiðar á gatnamótum Hafnarstrætis og Lækjargötu en bíllinn færðist ekki úr stað þegar grænt ljós kviknaði á umferðarljósum fyrir hans akstursstefnu. 6.8.2008 12:51
Kvótalausi sjómaðurinn aftur til veiða Landhelgisgæslan reyndi fyrr í dag að hafa samband við sjómanninn Ásmund Jóhannsson frá Sandgerði sem aftur hefur haldið til veiða kvótalaus. 6.8.2008 12:48
85 þúsund farþegar á rúmum 30 árum Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorkiy kom í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í morgun. 6.8.2008 12:35
Lítill snáði slapp vel þegar hann varð fyrir bíl Betur fór en á horfðist þegar fjögurra ára snáði hljóp fyrir bíl á Sundstræti á Ísafirði í morgun. 6.8.2008 12:32
Áfram samstiga lækkanir hjá olíufélögunum Olíufélagið N1 lækkaði í morgun bensínverð um eina krónu og verð á dísillítranum um tvær krónur. 6.8.2008 12:29
Engin fordæmi fyrir afskiptum af skipun fulltrúa í nefndir Ólíklegt þykir að borgarráð hafni brottrekstri Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur úr skipulagsráði á morgun. 6.8.2008 12:05
Sautján stútar gripnir í borginni um helgina Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina. 6.8.2008 11:58
Viðræður í hnút og aðgerðar ræddar hjá ljósmæðrum Kjaraviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins eru í algjörum hnút og félagsfundur Ljósmæðrafélagsins tekur í kvöld afstöðu til hugmynda forystumanna félagsins um aðgerðir til að knýja á um launaleiðréttingu. 6.8.2008 11:00
Fundi skipulagsráðs frestað aftur Fundi skipulagsráðs borgarinnar, sem halda átti í dag, hefur verið frestað fram í næstu viku. 6.8.2008 10:45
Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um tvö prósent Tæplega 560 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er tíu þúsund farþegum meira en á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin um tveimur prósentum í júlí eftir því sem segir á vef Hagstofunnar. 6.8.2008 09:38
Ljósmæður funda með samninganefnd ríkisins í Karphúsinu Nú stendur yfir samningafundur Ljósmæðrafélags Íslands og ríkissáttasemjara í Karphúsinu en þetta er fyrsti samningafundur deiluaðilanna í nærri heilan mánuð. 6.8.2008 09:16
Vöruskiptahalli nærri 20 milljarðar í júlí Vöruskiptin í júlí reyndust óhagstæð um rúma átján milljarða króna í samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. 6.8.2008 09:04
Hætta rannsókn á meintum sauðaþjófnaði Rannsókn á meintum sauðaþjófnaði, sem hófst með húsleilt í Nesjum í Hornafirði skömmu fyrir síðsutu jól, hefur verið felld niður. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Eskifirði. 6.8.2008 08:27
Maxim Gorky í sinni hinstu Íslandsferð Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorky kemur í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í dag, en eftir þessa ferð verður skipinu lagt og því breytt í hótel. Það hefur siglt um noðrurslóðir í 32 ár,komið rúmlega 130 sinnum við hér á landi á því tímabili og flutt hingað um 85 þúsund farþega. 6.8.2008 08:23
Síðustu gestirnir farnir úr Eyjum Síðustu þjóðhátíðargestirnir yfirgáfu Vestmannaeyjar með Herjólfi í gærkvöldi og þar með lauk þessari fjölmennustu þjóðhátíð til þessa. Talið er að hátt í þrettán þúsund manns hafi sótt hátíðina. Fjölmennt var í Herjólfi þessa síðustu ferð og bílaþilfarið var fullt. 6.8.2008 08:17
Sluppu út úr brennandi húsi í Svarfaðardal Tveir karlmenn, sem búa að Hofsárkoti í Svarfaðardal sluppu ómeiddir út úr brennandi íbúðarhúsinu í nótt, en húsið gjör eyðilagðist. 6.8.2008 07:21
Raunverulegur vilji til samninga skýrist á morgun Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands hittir samninganefnd ríkisins í fyrsta sinn í þrjár vikur á fundi í fyrramálið. Guðlaug Einarsdóttir, formaður félagsins, segir að ljósmæður standi enn fast á sínum kröfum sem snúist aðallega um að fá menntun sína og störf metin að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir í þjónustu hins opinbera með svipaða menntun. 5.8.2008 21:42
Gengisfall krónunnar kemur afar illa við marga námsmenn erlendis Staða íslenskra námsmanna erlendis er slæm og framtíð þeirra óljós í vetur vegna gengis krónunnar og svimandi hárra yfirdráttarvaxta. Samband íslenskra námsmanna erlendis segir þetta ólíðandi og sjónarmið lánasjóðsins úrelt. Fyrirframgreiddar mánaðargreiðslur séu eina svarið. 5.8.2008 19:22
Stjórnvöld í Íran hætt að grýta fólk til dauða Háttsettur aðili innan íranska réttarkerfisins hefur gefið það út að héðan í frá muni stjórnvöld og dómstólar í landinu hætta að fylgja dauðarefsingu eftir með því að grýta fólk til dauða. 5.8.2008 22:10
Þorgerður Katrín: Bloggfærsla Bjarna innistæðulaus Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, harðneitar því að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun en þessu heldur Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram á bloggsíðu sinni í dag. 5.8.2008 18:28
Olíuverð heldur áfram að lækka Olíuverð á heimsmörkuðum heldur áfram að lækka. Olíufatið stóð í dag í 118 Bandaríkjadölum, sem er um 30 dölum lægra en það var hæst fyrir mánuði síðan. 5.8.2008 19:14
Skemmdir í Hallgrímskirkjuturni verri en reiknað var með Steypuskemmdirnar í Hallgrímskirkjuturni eru mun verri en áður var reiknað með. Áætlað er að viðgerðir kosti meira en hundrað milljónir króna umfram það sem upphaflega var talið. 5.8.2008 18:34
Sjö tilkynningar um innbrot um helgina Sjö tilkynningar um innbrot um verslunarmannahelgina hafa borist lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 5.8.2008 16:28
Þingmaður segir Davíð á leið á eftirlaun Þingmaður Framsóknarflokksins segir að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson seðlabankastjóri fari á eftirlaun. 5.8.2008 16:15
Tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Hanna Birna Kristjánsdóttir tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fráfarandi varaformanns skipulagsráðs og fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra. 5.8.2008 15:15
Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september. 5.8.2008 13:40
Eru landlaus og án ríkisfangs Þeir palestínsku flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru niðjar Palestínumanna sem flúðu land sitt við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og settust að í Írak. Þeir fengu hins vegar ekki ríkisfang í Írak og eiga þess vegna ekkert ríkisfang né landsvæði tið að hverfa til að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur sem sér um undirbúning að komu flóttamannanna til Akraness. 5.8.2008 13:30
Sýknaður af ákæru um árás á eiginkonu og dóttur Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í dag karlmann af ákæru um líkamsárás gegn konu sinni og uppeldisdóttur á heimili þeirra í júlí í fyrra. 5.8.2008 12:53
Góðri grásleppuvertíð að ljúka Einhverri bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka. Verð fyrir hrognin hefur stigið jafnt og þétt í sumar og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið. 5.8.2008 12:24
Útilokar ekki skaðabótamál á hendur borginni Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur yfirvofandi brottrekstur brot á sveitarstjórnarlögum. 5.8.2008 12:15
Í haldi fyrir að hafa kveikt í tjöldum í Eyjum Maður situr í fangelsi í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa kveikt í tjöldum þjóðhátíðargesta í Herjólfsdal í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti í fjölda tjalda á svæðinu í gærkvöldi og reykurinn var svo mikill að fólk átti erfitt um andardrátt. 5.8.2008 12:10
Dæmdur fyrir að kýla dyravörð og hóta lögreglu Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás og hótanir í garð lögreglumanns. 5.8.2008 11:45
Fíkniefnaeftirlit skilaði góðum árangri á Akranesi Lögreglan á Akranesi lagði hald á um 20 grömm af marijúana, 15 grömm af amfetamíní og lítilræði af hassi og kókaíni við fíkniefnaeftirlit um verslunarmannahelgina. 5.8.2008 11:27
Palestínsk flóttakona segir ástandið í Al-Waleed búðunum skelfilegt 29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín. 5.8.2008 11:23
Dómsmálaráðherra leiðrétti forseta Íslands Björn Bjarnson leiðréttir Ólaf Ragnar Grímsson á vefsíðu sinni og gerir athugasemdir við söguskoðun Ólafs. 5.8.2008 10:32
Sjö líkamsárásarmál í Eyjum Sjö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og þurfti að flytja einn þolandann með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann var meðal annars kjálkabrotinn. Aðrir sluppu betur. Þá komu upp sautján fíkniefnamál, en mjög strangt eftirlit var með fíkniefnaneyslu. 5.8.2008 08:23
Þyrla flutti slasaðan á sjúkrahús Þrír menn slösuðust þegar bíll þeirra valt í Mývatnssveit í gærkvöldi. Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri en allir reyndust minna meiddir en óttast var í fyrstu. Hugsanlegt er talið að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri. 5.8.2008 08:22
Bensínþjófur í Baulu Lögreglan á Akranesi handtók í gærkvöldi mann, sem hafði fyllt á bensíntakn bíls síns við Baulu í Borgarfirði og stungið af án þess að greiða fyrir það. Þegar hann náðist kom í ljós að númerin á bílnum voru stolin auk þess sem maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfnegis og fíkniefna. 5.8.2008 08:21
Fundu ferðamann heilan á húfi Björgunarsveitarmenn fundu erlendan ferðamann heilan á húfi í hlíðum Mundafells, austan við Heklu um klulkkan hálf sex í morgun. Maðurinn varð viðskila við samferðafólk sitt síðdegis í gær þegar þoka lagðist yfir Heklu og kallaði það á aðstoð undir miðnætti. 5.8.2008 07:12
Thelma Ásdísardóttir: Fæ sting þegar ofbeldi er verðlagt „Stjórnvöld og dómsvaldið þurfa að senda skýr skilaboð til samfélagsins um að kynferðisafbrot verði ekki liðin," segir Thelma Ásdísardóttir, starfskona Stígamóta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum. 4.8.2008 17:43
Þrennt flutt á slysadeild eftir bílveltu Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll valt við afleggjarann að Baldursheimi í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö þeirra voru flutt með þyrlu en það þriðja var flutt með sjúkrabíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg, en þau hafi meiðst á baki og hálsi. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talsverð umferð í umdæminu. 4.8.2008 20:08