Fleiri fréttir

Áfram minnkandi umferð í landinu

Umferð í nýliðnum júlímánuði reyndist 3,7 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir um land allt.

Langjökull horfinn um miðja næstu öld?

Búast má við því að jöklar hér á landi hopi ört á yfirstandandi öld og haldi fram sem horfir verður Langjökull horfinn um miðja næstu öld.

Ölvaður ökumaður svaf á grænu ljósi

Karl á fertugsaldri var handtekinn í miðborginni aðfaranótt laugardags. Hann sat í ökumannssæti bifreiðar á gatnamótum Hafnarstrætis og Lækjargötu en bíllinn færðist ekki úr stað þegar grænt ljós kviknaði á umferðarljósum fyrir hans akstursstefnu.

Viðræður í hnút og aðgerðar ræddar hjá ljósmæðrum

Kjaraviðræður Ljósmæðrafélags Íslands og samninganefndar ríkisins eru í algjörum hnút og félagsfundur Ljósmæðrafélagsins tekur í kvöld afstöðu til hugmynda forystumanna félagsins um aðgerðir til að knýja á um launaleiðréttingu.

Farþegum um Keflavíkurflugvöll fjölgar um tvö prósent

Tæplega 560 þúsund farþegar komu til landsins um Keflavíkurflugvöll á fyrstu sjö mánuðum ársins sem er tíu þúsund farþegum meira en á sama tíma í fyrra. Nemur aukningin um tveimur prósentum í júlí eftir því sem segir á vef Hagstofunnar.

Hætta rannsókn á meintum sauðaþjófnaði

Rannsókn á meintum sauðaþjófnaði, sem hófst með húsleilt í Nesjum í Hornafirði skömmu fyrir síðsutu jól, hefur verið felld niður. Ríkissaksóknari hefur staðfest þá ákvörðun lögreglustjórans á Eskifirði.

Maxim Gorky í sinni hinstu Íslandsferð

Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorky kemur í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í dag, en eftir þessa ferð verður skipinu lagt og því breytt í hótel. Það hefur siglt um noðrurslóðir í 32 ár,komið rúmlega 130 sinnum við hér á landi á því tímabili og flutt hingað um 85 þúsund farþega.

Síðustu gestirnir farnir úr Eyjum

Síðustu þjóðhátíðargestirnir yfirgáfu Vestmannaeyjar með Herjólfi í gærkvöldi og þar með lauk þessari fjölmennustu þjóðhátíð til þessa. Talið er að hátt í þrettán þúsund manns hafi sótt hátíðina. Fjölmennt var í Herjólfi þessa síðustu ferð og bílaþilfarið var fullt.

Raunverulegur vilji til samninga skýrist á morgun

Kjaranefnd Ljósmæðrafélags Íslands hittir samninganefnd ríkisins í fyrsta sinn í þrjár vikur á fundi í fyrramálið. Guðlaug Einarsdóttir, formaður félagsins, segir að ljósmæður standi enn fast á sínum kröfum sem snúist aðallega um að fá menntun sína og störf metin að verðleikum í samræmi við aðrar stéttir í þjónustu hins opinbera með svipaða menntun.

Gengisfall krónunnar kemur afar illa við marga námsmenn erlendis

Staða íslenskra námsmanna erlendis er slæm og framtíð þeirra óljós í vetur vegna gengis krónunnar og svimandi hárra yfirdráttarvaxta. Samband íslenskra námsmanna erlendis segir þetta ólíðandi og sjónarmið lánasjóðsins úrelt. Fyrirframgreiddar mánaðargreiðslur séu eina svarið.

Stjórnvöld í Íran hætt að grýta fólk til dauða

Háttsettur aðili innan íranska réttarkerfisins hefur gefið það út að héðan í frá muni stjórnvöld og dómstólar í landinu hætta að fylgja dauðarefsingu eftir með því að grýta fólk til dauða.

Þorgerður Katrín: Bloggfærsla Bjarna innistæðulaus

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, harðneitar því að fyrir liggi tilbúið stjórnarfrumvarp um Seðlabankann og að Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, fari á eftirlaun en þessu heldur Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, fram á bloggsíðu sinni í dag.

Olíuverð heldur áfram að lækka

Olíuverð á heimsmörkuðum heldur áfram að lækka. Olíufatið stóð í dag í 118 Bandaríkjadölum, sem er um 30 dölum lægra en það var hæst fyrir mánuði síðan.

Tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar

Hanna Birna Kristjánsdóttir tjáir sig ekki um hugsanlega málsókn Ólafar Guðnýjar Valdimarsdóttur, fráfarandi varaformanns skipulagsráðs og fyrrverandi aðstoðarmanns borgarstjóra.

Davíð Smári ákærður fyrir þrjár líkamsárásir

Davíð Smári Helenarson, betur þekktur sem Dabbi Grensás, verður ákærður fyrir þrjár líkamsárásir sem komist hafa í fréttirnar undanfarin misseri. Ákæra á hendur honum verður þingfest 1. september.

Eru landlaus og án ríkisfangs

Þeir palestínsku flóttamenn sem eru á leið hingað til lands eru niðjar Palestínumanna sem flúðu land sitt við stofnun Ísraelsríkis árið 1948 og settust að í Írak. Þeir fengu hins vegar ekki ríkisfang í Írak og eiga þess vegna ekkert ríkisfang né landsvæði tið að hverfa til að sögn Lindu Björk Guðrúnardóttur sem sér um undirbúning að komu flóttamannanna til Akraness.

Góðri grásleppuvertíð að ljúka

Einhverri bestu grásleppuvertíð í manna minnum er að ljúka. Verð fyrir hrognin hefur stigið jafnt og þétt í sumar og hefur aldrei orðið hærra í krónum talið.

Útilokar ekki skaðabótamál á hendur borginni

Ólöf Guðný Valdimarsdóttir útilokar ekki að sækja skaðabætur til borgarinnar vegna ákvörðunar borgarstjóra að reka hana úr skipulagsráði. Dögg Pálsdóttir hæstaréttarlögmaður telur yfirvofandi brottrekstur brot á sveitarstjórnarlögum.

Í haldi fyrir að hafa kveikt í tjöldum í Eyjum

Maður situr í fangelsi í Vestmannaeyjum grunaður um að hafa kveikt í tjöldum þjóðhátíðargesta í Herjólfsdal í gærkvöldi. Slökkvilið slökkti í fjölda tjalda á svæðinu í gærkvöldi og reykurinn var svo mikill að fólk átti erfitt um andardrátt.

Palestínsk flóttakona segir ástandið í Al-Waleed búðunum skelfilegt

29 palestínskir flóttamenn eru væntanlegir til Íslands frá Al-Waleed flóttamannabúðunum á landamærum Íraks og Sýrlands. Á fréttavef Reuters er grein um þessar búðir og viðtal við Wedad, 30 ára gamla ekkju sem er á leið hingað til lands. Hún segir ástandið í búðunum skelfilegt og mjög erfitt fyrir börn sín.

Sjö líkamsárásarmál í Eyjum

Sjö líkamsárásarmál komu til kasta lögreglunnar í Vestmannaeyjum um helgina og þurfti að flytja einn þolandann með sjúkraflugi til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á sjúkrahús. Hann var meðal annars kjálkabrotinn. Aðrir sluppu betur. Þá komu upp sautján fíkniefnamál, en mjög strangt eftirlit var með fíkniefnaneyslu.

Þyrla flutti slasaðan á sjúkrahús

Þrír menn slösuðust þegar bíll þeirra valt í Mývatnssveit í gærkvöldi. Einn var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahúsið á Akureyri en allir reyndust minna meiddir en óttast var í fyrstu. Hugsanlegt er talið að ökumaðurinn hafi sofnað undir stýri.

Bensínþjófur í Baulu

Lögreglan á Akranesi handtók í gærkvöldi mann, sem hafði fyllt á bensíntakn bíls síns við Baulu í Borgarfirði og stungið af án þess að greiða fyrir það. Þegar hann náðist kom í ljós að númerin á bílnum voru stolin auk þess sem maðurinn er grunaður um að hafa verið undir áhrifum áfnegis og fíkniefna.

Fundu ferðamann heilan á húfi

Björgunarsveitarmenn fundu erlendan ferðamann heilan á húfi í hlíðum Mundafells, austan við Heklu um klulkkan hálf sex í morgun. Maðurinn varð viðskila við samferðafólk sitt síðdegis í gær þegar þoka lagðist yfir Heklu og kallaði það á aðstoð undir miðnætti.

Thelma Ásdísardóttir: Fæ sting þegar ofbeldi er verðlagt

„Stjórnvöld og dómsvaldið þurfa að senda skýr skilaboð til samfélagsins um að kynferðisafbrot verði ekki liðin," segir Thelma Ásdísardóttir, starfskona Stígamóta. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi mann í fjögurra ára fangelsi í síðustu viku fyrir kynferðisbrot gegn sjö börnum.

Þrennt flutt á slysadeild eftir bílveltu

Þrennt var flutt á slysadeild eftir að bíll valt við afleggjarann að Baldursheimi í Mývatnssveit á sjöunda tímanum í kvöld. Tvö þeirra voru flutt með þyrlu en það þriðja var flutt með sjúkrabíl. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er ekki talið að meiðsli þeirra séu alvarleg, en þau hafi meiðst á baki og hálsi. Að sögn lögreglunnar á Húsavík er talsverð umferð í umdæminu.

Sjá næstu 50 fréttir