Innlent

Vöruskiptahalli nærri 20 milljarðar í júlí

Vöruskiptin í júlí reyndust óhagstæð um rúma átján milljarða króna í samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar.

Það er því ekki áframhaldandi viðsnúningur á vöruskiptunum eins og í júní en þá reyndist vöruskiptajöfnuðurinn hagstæður um rúma tvo milljarða. Samkvæmt tölum Hagstofunnar nam útflutningur í nýliðnum júlí um 34,4 milljörðum króna og innflutningur um 52,8 milljörðum. Segir á vef Hagstofunnar að vísbendingar séu um aukinn innflutning á hrávörum og eldsneyti en minni útflutning flugvéla, sjávarafurða og áls í júlí miðað við júní.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×