Innlent

Eftirlýstir Pólverjar bíða framsals

Þrír pólskir karlmenn hér á landi bíða þess að verða framseldir til síns heima að beiðni pólskra yfirvalda.

Málin eru mislangt kominn. Framsal eins hefur verið samþykkt og bíður hann þess að verða sóttur. Annar var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur kært framsalsbeiðnina. Sá þriðji var svo handtekinn nýlega og úrskurðaður í gæsluvarðhald en hann hefur ekki kært.

Að sögn Smára Sigurðssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá alþjóðdeild ríkislögreglustjóra, eru mál af þessum toga reglulega til meðferðar hjá deildinni.

Mennirnir sem um ræðir hafa verið dæmdir fyrir ýmis konar þjófnaðar og auðgunarbrot og eiga eftir að ljúka afplánun á fangelsisdómum sem þeir fengu fyrir þau.

Fyrir skömmu var pólskur maður, Premyslaw Plank, framseldur til síns heim vegna gruns um að eiga aðild að morði í heimabæ sínum í Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×