Innlent

Sautján stútar gripnir í borginni um helgina

MYND/Guðmundur

Sautján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um verslunarmannahelgina.

Flestir þeirra, eða sjö, voru teknir á laugardag, fimm á sunnudag, þrír á mánudag og einn á föstudag og aðfaranótt þriðjudags. Fjórtán ökumannanna voru teknir í Reykjavík en alls var um að ræða 15 karla og tvær konur.

Þá greip lögreglan sex karlmenn um helgina sem voru undir áhrifum fíkniefna við stýrið. Fimm þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×