Innlent

Maxim Gorky í sinni hinstu Íslandsferð

Rússneska skemmtiferðaskipið Maxim Gorky kemur í sína síðustu ferð til Reykjavíkur í dag, en eftir þessa ferð verður skipinu lagt og því breytt í hótel. Það hefur siglt um noðrurslóðir í 32 ár,komið rúmlega 130 sinnum við hér á landi á því tímabili og flutt hingað um 85 þúsund farþega.

Þýskt skipafélag hefur haft skipið á leigu til þessara ferða, en ekki liggur fyrir hvort þeim verður fram haldið með öðru skipi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×