Innlent

Sluppu út úr brennandi húsi í Svarfaðardal

Tveir karlmenn, sem búa að Hofsárkoti í Svarfaðardal sluppu ómeiddir út úr brennandi íbúðarhúsinu í nótt, en húsið gjör eyðilagðist.

Þeir vöknuðu við reykskynjara um klukkan hálf fimm í nótt og hringdu þegar á slökkvilið, sem sent var frá Dalvík, en þegar það kom á vettvang var húsið alelda, en það var steinhús, hæð og ris.

Veður var kyrrt og voru útihús því ekki í hættu. Eldsupptök eru ókunn, en lögregla rannsakar vettvang








Fleiri fréttir

Sjá meira


×