Innlent

Áfram minnkandi umferð í landinu

MYND/Anton

Umferð í nýliðnum júlímánuði reyndist 3,7 prósentum minni en í sama mánuði í fyrra þegar bornir eru saman 14 talningarstaðir um land allt.

Þetta sýna niðurstöður Vegagerðarinnar en þeirra er getið á heimasíðu stofnunarinnar. Þar kemur einnig fram að umferðin í júlí fyrra hafi aukist um nærri 7,5 prósent frá júlí 2006.

Júlí í ár er fjórði mánuðurinn í röð þar sem dregur úr umferð á milli ára en um langt skeið hefur umferð aukist stöðugt. Þó dró minna úr umferð í júlí en í júní þegar umferðin dróst saman um 5,6 prósent frá sama mánuði árið á undan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×