Fleiri fréttir

Afplánaði stuttan dóm á Litla-Hrauni

Tuttugu og tveggja ára karlmaður, sem fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt, svipti sig lífi. Þetta staðfestir Valtýr Sigurðsson, forstjóri Fangelsismálastofnunar, við Vísi. Hann segir manninn hafa verið nýkominn inn og hafa átt að afplána stuttan dóm.

Grafarþögn mest selda glæpasagan í Frakklandi

Grafarþögn eftir Arnald Indriðason hefur slegið í gegn í Frakklandi en hún var í fyrsta sæti á lista yfir mest seldu glæpasögur þar í landi í byrjun ágúst. Fyrr í sumar hlaut hún bókmenntaverðlaunin Grand Prix des Lectrices de Elle 2007 sem besta útgefna glæpasagan.

Dæmdur nauðgari vill áfrýjun vegna heilaskaða

Jón Pétursson, sem tvívegis hefur verið dæmdur fyrir nauðgun, hefur óskað eftir því að máli hans verði áfrýjað. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns, vill að dómkvaddir matsmenn meti sakhæfi hans og hvort refsing geti borið árangur.

Gert að fjarlægja hverfsbúð vegna stúdentagarða

Lítil hverfisbúð á Akureyri verður jöfnuð við jörðu innan einnar viku. Búðin stendur í vegi fyrir stúdentablokkum og telur búðareigandinn um eignaupptöku að ræða. Bærinn segir enga aðra leið færa.

Dreif ekki yfir fangelsisgirðinguna

Tvö fíkniefnamál sem bæði tengjast Litla-Hrauni komu inn á borð lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að kannabis hafi fundist í fórum fanga og þá fannst amfetamín á svæði milli öryggisgirðinga við fangelsið.

Mikil afturför hefti borgaryfirvöld afgreiðslutíma skemmtistaða

Formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir það mikla afturför hyggist borgaryfirvöld hefta afgreiðslutíma skemmtistaða í Reykjavík til að bregðast við svo kölluðum vanda í miðbænum. Hann segir miðbæjarvandann hafa verið mun alvarlegri þegar afgreiðslutími skemmtistaða var takmarkaðri fyrir nokkrum árum.

Aðflugslína stoppar byggingu ásatrúarhofs

Forstöðumenn ásatrrúarsafnaðarins munu á næstunni eiga fund með borgarstjóra þar sem í ljós hefur komið að ekki er hægt að byggja hið nýja hof safnaðarins á lóð þeirri sem söfnuðurinn hefur fengið undir hofið í Öskjuhlíðinni. Flugmálastjórn benti á það fyrr í sumar að núverandi staðsetning hofsins er beint undir öryggisaðflugslínu að Reykjavíkurflugvelli.

Hávamál að heiðnum sið

Ásatrúarfélagið hefur gefið út Hávamál með inngangi rituðum af Eyvindi P. Eiríkssyni, rithöfundi, cand.mag í íslensku og Vestfirðingagoða. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Hávamál eru gefin út með formála eftir heiðinn mann. Hið íslenska bókmenntafélag sjá um dreifingu bókarinnar.

Segir Jón Ásgeir ekki koma að tilboði í Newcastle

Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnformaður Baugs, kemur ekki að kauptilboði íslenskra fjárfesta í enska úrvalsdeildarliðið Newcastle. Að sögn Sindra Sindrasonar, talsmanns Jóns Ásgeirs, er það ekki rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að hann hafi hug á að eignast hlut í þessu fornfræga félagi. Aðspurður sagðist Sindri ekki vita hverjir kæmu að tilboðinu.

Stripp á Bóhem og tangó á Goldfinger

Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur fengið skemmtanaleyfi fyrir nektardansstaðinn Bóhem við Grensásveg. Gildir leyfið til 2019. Hann bíður hinsvegar eftir svari frá yfirvöldum um skemmtanaleyfi fyrir Goldfinger í Kópavogi.

Rannsakar lát fanga í klefa sínum

Tuttugu og tveggja ára karlmaður fannst látinn í klefa sínum í fangelsinu að Litla-Hrauni í fyrrinótt að því er fram kemur á heimasíðu Félags fanga. Lögreglan á Selfossi staðfestir að hún sé að rannsaka málið en að endanleg niðurstaða um dánarorsök fáist ekki fyrr en að krufningu lokinni.

Tvöfalt lengur að hreinsa rusl eftir menningarnótt

Þrátt fyrir að Íslensk a gámafélagið hafi byrjað fyrr um morguninn og bætt við tækjum og mönnum tók tvöfalt lengri tíma að hreinsa miðbæinn í gærmorgun en venjulega. Ruslið eftir menningarnóttina var mjög mikið og dreifðist víðar um bæinn en áður að sögn Jóns Frantzsonar framkvæmdastjóra Íslenska gámafélagsins.

Grýtti glasi í bíl og gisti í klefa

Þrír ölvaðir menn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt. Einn þeirra hafði grýtt glasi í bíl. Hann gat ekki greint frá nafni sínu og hafði engin skilríki meðferðis.

Dreifing gesta í miðborginni bar árangur

Lögregla og aðstandendur menningarnætur eru sammála um að dreifing gesta um borgina með tónleikum á Miklatúni hafi haft góð áhrif. Engin stórmál komu upp þrátt fyrir mikinn mannfjölda og talsverða ölvun.

Rússar vilja sanna styrk sinn

Kalda stríðið tilheyrir fortíðinni, þótt Rússar haldi fast í gamla stórveldisdrauma, að sögn Þórs Whitehead sagnfræðings. Rússar sendu á dögunum fjórtán orrustuþotur til eftirlitsflugferða á Atlantshafi og yfir Kyrrahaf og er það í fyrsta skipti í fimmtán ár sem slíkar ferðir eru farnar.

Segja borgina brjóta lög

„Okkur finnst óeðlilegt að borgin komi inn á markaðinn og ætli sér ekki að lúta sömu reglum og aðrir,“ segir Elías Ólafsson, stjórnarformaður Gámaþjónustunnar.

Sigraðist á bandaríska kerfinu

„Um leið og ég lendi ætla ég að fara að leiði ömmu minnar. Draumur hennar var að fá mig heim til Íslands en hún lést áður en sá draumur varð að veruleika,“ segir Aron Pálmi Ágústsson.

Orð borgarstjóra oftúlkuð

Orð Vilhjálms Vilhjálmssonar borgarstjóra voru oftúlkuð þegar sagt var frá því í fjölmiðlum að borgarstjóri vildi vínbúð ÁTVR burt úr Austurstrætinu. Þetta segir Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðarmaður borgarstjóra.

Ölvaður undir stýri úti á sjó

Lögregla stöðvaði siglingu tveggja báta utan við Reykjavíkurhöfn um miðnæturbil aðfaranótt sunnudags. Hvorugur skipstjórinn gat framvísað haffærisskírteini. Þá var annar þeirra, sem sigldi seglskútu, undir áhrifum áfengis.

Handtekinn vegna hótana í Hafnarfirði

„Þetta var voðalegur hasar og við vissum ekkert hvað gekk á þegar lögreglan kom brunandi inn götuna,“ segir íbúi við Miðvang í Hafnarfirði sem fylgdist með handtöku út um gluggann hjá sér um miðjan dag á föstudag.

Íslenskir útrásarvíkingar í aldanna rás

Íslenskir útrásarvíkingar gefa svipaða ímynd af landi og þjóð og birtist af víkingum í kennslubókum á síðustu öld. Rannsókn sem Kristín Loftsdóttir hefur gert sýnir að kennslubækur hafi verið mjög karllægar. .

Örtröð og barátta um leigubíla í miðborginni í nótt

Öngþveiti ríkti í miðborginni á tímabili í nótt og engan leigubíl var að fá vegna mikils mannfjölda á götunum. Talið er að allt að fimmtán þúsund manns hafi reynt að ná leigubíl nánast samtímis í nótt. Stelpurnar á Hreyfli-Bæjarleiðum höfðu ekki undan og þær fengu bæði hótanir og bónorð í nótt.

Lifandi líffæragjafar á Íslandi bera mikinn kostnað af gjöf sinni

Lifandi líffæragjafar á Íslandi geta orðið fyrir miklum fjárhagslegum skakkaföllum því þeir þurfa að taka á sig stærstan hlutann af allri launaskerðingu vegna aðgerða sem þeir gangast undir. Réttur lifandi nýrnagjafa er mjög óljós á Íslandi segir Runólfur Pálsson, yfirlæknir á Landspítalanum.

Unglingar gera oft strætó að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim

Unglingar gera Strætó gjarnan að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim til sín á kvöldin, segir forstjóri Strætó. Hann segir ekki sé rétt að bílstjóri Strætó hafi ekki hleypt unglingum inn í vagninn á tveimur biðstöðvum í röð eins og þeir fullyrtu í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.

Konan komin um borð í þyrluna

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar er nú á leið frá Víti í Öskju þar sem kona slasaðist á baki. Konan varð fyrir grjóthruni og missti hún meðvitund um tíma. Björgunarsveitarmenn frá Landsbjörgu konunni til hjálpar en erfiðar aðstæður voru á slysstað.

Tuttugu krakkar fluttir í athvarf í nótt

Lögregla þurfti að flytja rúmlega tuttugu unglinga í sérstakt athvarf á Menningarnótt. Þetta mun vera svipaður f´jöldi og í fyrra. Foreldrum krakkana var gert að sækja þau en að sögn lögreglu var ástand sumra barnanna mjög slæmt sökum ölvunar.

Tekinn drukkinn undir stýri - utan við Reykjavíkurhöfn

Siglingar tveggja báta voru stöðvaðar utan við Reykjavíkurhöfn um miðnætti í gær. Engin haffærisskírteini voru til staðar að sögn lögreglu, en skipstjóri annars bátsins var jafnframt undir áhrifum áfengis. Þá voru tólf ölvaðir ökumenn teknir á þurru landi.

Nokkrar ábendingar borist vegna Þjóðverja

Lögregla hefur fengið nokkrar hringingar í kjölfar þess að lýst var eftir tveimur þýskum ferðamönnum í gær. Verið er að kanna þær vísbendingar en enn er allt á huldu um afdrif mannana.

Nóg að gera hjá lögreglu í Keflavík

Töluverður erill var hjá lögreglunnni í Keflavík fram undir morgun. Þrír gistu fangageymslur þar vegna ölvunar og óspekta. Þá voru fjórir teknir vegna ölvunar við akstur í umdæmi lögreglunnar á Reykjanesi.

Brjálað að gera á leigubílastöðvum

Gríðarlega mikið hefur verið að gera á leigubílastöðvunum í Reykjavík í heilan sólarhring að sögn starfsmanns á afgreiðsluborði Hreyfils-Bæjarleiða. Leigubílstjórar náðu með engum hætti að svara eftirspurn á menningarnótt og fram á morgun.

30 þúsund á Miklatúni - fjölmenni í miðborginni

Mikið fjölmenni var í bænum í gærkvöld og nótt vegna menningarnætur og segir lögregla fjöldann svipaðan á síðustu ár. Mannfjöldinn dreifðist hins vegar á stærra svæði og voru til að mynda um 30 þúsund manns á tónleikunum á Miklatúni þegar mest var.

Hestamaður slasaðist í Skagafirði

Hestamaður féll af baki við Ábæ í Skagafirði um kvöldmatarleytið í gær. Björgunarsveitirnar Skagfirðingasveit og Flugbjörgunarsveitin í Varmahlíð voru kallaðar út til að aðstoða við flutning mannsins. Að sögn læknis á sjúkrahúsinu á Akureyri er maðurinn á leið í rannsókn á næstu mínútum.

Sátu föst í ánni í fimm klukkustundir

Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar voru kallaðar út rétt fyrir kvöldmat í gær vegna bifreiðar sem föst var í Tungnaá við Jökulheima. Í tilkynningu frá Landsbjörgu kemur fram að fólkið, karl og kona hafa sennilega verið föst í bílnum frá því klukkan tvö um daginn, eða um fimm klukkustundir.

Milljón en ekki 400 þúsund tonn árlega

„Ég skil ekki af hverju Ólafur Egilsson notar ekki hærri tölur. Það væri ærlegra tel ég,“ segir Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Árni telur þá tölu sem kom fram í Fréttablaðinu í gær of lága en þar segir að útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum verði um 400 þúsund tonn af útblæstri á hverju ári.

Lítill fugl velti þungu hlassi

Bíll fór út af veginum í Hrútafirði snemma í gærmorgun og valt. Einn farþegi var í bílnum ásamt ökumanni og sluppu þeir báðir án teljandi meiðsla. Bifreiðin er þó talin gjörónýt eftir veltuna.

Hótaði að smita bílstjóra af lifrarbólgu

Maður sem ákærður er fyrir hótanir, líkamsárásir, þjófnað og eignaspjöll sagðist fyrir dómi nær ekkert muna eftir atvikunum. Aðalmeðferð í máli mannsins, sem er 22 ára, fór fram í á miðvikudag í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Fjölskylduhátíð í sól og blíðu

Danskir dagar fara nú fram í fjórtánda skipti í Stykkishólmi um helgina. Á milli sex til sjö þúsund gestir hafa lagt leið sína á fjölskylduhátíðina. Hverfahátíðir, grillveislur og skrúðganga voru í boði fyrir gesti svo fátt eitt sé nefnt.

Pólitísk sátt um aflþynnuverksmiðju

Pólitísk samstaða er um aflþynnuverksmiðju á Akureyri. Ekki þarf að virkja vegna verksmiðjunnar en hún gæti hins vegar flýtt virkjunarframkvæmdum vegna annarra verkefna.

Guttar kveiktu í bílhræjum

Eldur kom upp í bílhræjum á ruslahaugum við Selfoss um klukkan tíu á föstudagskvöld. Slökkvilið var sent á staðinn og var búið að slökkva í sex bifreiðum um klukkustund síðar. Mikinn reyk lagði frá haugunum, sem eru rétt við bæinn.

Steiktur pitsukassi á eldavél

Slökkvilið var kallað út í íbúð í Skarphéðinsgötu um klukkan ellefu í gærmorgun vegna reyks sem steig úr húsinu. Reykskynjari í íbúðinni var einnig í gangi.

Líkamsárás á Skólavörðustíg

Nokkrir menn réðust á einn mann á Skólavörðustíg rétt fyrir klukkan átta í kvöld. Maðurinn var fluttur á slysadeild með sár á andliti og höndum. Árásarmennirnir voru handteknir stuttu síðar.

Sjá næstu 50 fréttir