Innlent

Grýtti glasi í bíl og gisti í klefa

Þrír ölvaðir menn voru látnir gista fangageymslur lögreglunnar á Suðurnesjum í fyrrinótt. Einn þeirra hafði grýtt glasi í bíl. Hann gat ekki greint frá nafni sínu og hafði engin skilríki meðferðis. Annar var afar ölvaður og gat ekki greitt fyrir ferð með leigubíl. Sá þriðji hafði í ölæði sparkað í lögreglubíl í Hafnargötu.

Þá voru fjórir teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi embættisins og þrír stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Tveir ungir ökumenn til viðbótar fengu áminningu vegna glannaksturs við Grófina í Reykjanesbæ.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×