Innlent

Vongóðir um Grænlandsgöngu þorsks á Íslandsmið

Sjómenn og útvegsmenn eru vongóðir um svonefnda Grænlandsgöngu af þorski á Íslandsmið í ljósi mokveiði norskra og þýskra togara á þorski við Austur-Grænland.

Erlendu togararnir hafa mátt stunda þessar veiðar samkvæmt samningi við Grænlendinga og hefur aflinn verið ævintýralegur. Þýski togarinn Kiel, sem er í eigu Samherja á Akureyri, kom til dæmist til Hafnarfjarðar á sjötta tímanum í morgun til löndunar með um 700 tonn af frystum þorskflökum, sem skipið fékk á aðeins tíu dögum. Þetta jafngildir vel yfir þúsund tonnum af þroski upp úr sjó, eða ríflega hundrað tonnum á sólarhring.

Aflaverðmætið er vel á fimmta hundrað milljónir króna, sem er líklega verðmætasti farmur úr einnni veiðiferð, sem landað hefur verið hér á landi til þessa.

Síðasta Grænlandsganga kom hingað til lands árin 1990 og 1991, líklega 25 til 30 milljónir fiska, sex til sjö ára gömlum. Magnið af þeirri göngu var rakið til seiða af hrygningarstöðvunum hér vil land, til Grænlands, þar sem þau uxu up og skiluðu sér fullvasta til baka.

Ef þetta endurtekur sig, sem ekki er víst, er Grænlandsgöngu vart að vænta fyrr en eftir tvö til fjögur ár að sögn fiskifræðinga auk þess sem hún yrði úr lélegri seiðaárgangi en síðasta Grænalandsganga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×