Innlent

Í framtíðinni stingum við bílnum í samband

Í framtíðinni verður kannski hægt að stinga bílnum í samband í bílskúrnum og hlaða hann þar. Þá er að koma markaðinn bíll sem gengur fyrir vínanda.

Breskir sérfræðingar sem eru á leið hingað til lands í tilefni af ráðastefnu um orkugjafa framtíðarinnar ætla að breyta venjulegum toyota Prius tvinnbíl í tengitvinnbíl, það er að segja bíl sem stungið er í samband eins og hverju öðru heimilistæki. Rafgeymir slíks bíls dugar í allt að 120 kílómetra akstur. Þegar rafmagnið klárast, tekur bensínvél við en margir sérfræðingar telja tengitvinnbíla bestu lausnina fyrir samgöngur á Íslandi.

Ráðstefnan um orkugjafa framtíðarinnar verður haldin í september.

Í tengslum við verkefnið mun Brimborg flytja inn bíla sem ganga fyrir vínanda eða etanól. slíkir bílar hafa farið mikla sigurför um Svíþjóð en þeir losa allt að 80% minna af gróðurhúsalofttegundum en bensínbílar. Brimborg mun líka flytja inn etanól á bílana en það er framleitt í Svíþjóð úr sykurreyr og korni. Til að byrja með verða fluttir inn tveir etanólknúnir bílar en ef vel gefst mun þeim verða fjölgað á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×