Innlent

Handtekinn vegna hótana í Hafnarfirði

Maðurinn ætlaði að lúskra á sambýlismanni fyrrverandi eiginkonu sinnar.
Maðurinn ætlaði að lúskra á sambýlismanni fyrrverandi eiginkonu sinnar.

„Þetta var voðalegur hasar og við vissum ekkert hvað gekk á þegar lögreglan kom brunandi inn götuna,“ segir íbúi við Miðvang í Hafnarfirði sem fylgdist með handtöku út um gluggann hjá sér um miðjan dag á föstudag.

Að sögn lögreglu hafði maðurinn sem handtekinn var haft í hótunum við sambýlismann fyrrverandi eiginkonu sinnar. Maðurinn kvaðst vera á leiðinni til að lúskra á honum svo húsráðendur þorðu ekki annað en kalla til lögreglu. Maðurinn var stöðvaður í bíl sínum, handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem honum var sleppt að lokinni skýrslutöku.

Að sögn lögreglu var hann allsgáður og ekki undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×