Innlent

Gert að fjarlægja hverfsbúð vegna stúdentagarða

Lítil hverfisbúð á Akureyri verður jöfnuð við jörðu innan einnar viku. Búðin stendur í vegi fyrir stúdentablokkum og telur búðareigandinn um eignaupptöku að ræða. Bærinn segir enga aðra leið færa.

Nýtt skipulag í Síðuhverfi í nyrðri hluta Akureyrar kallar á að lítil verslun, Síða, verður að víkja. Akureyrarbær og verslunareigandi hafa um árabil tekist á um málalok án sátt. Nú styttist í að höggvið verði á hnútinn.

 

Það eru tvær fjögurra hæða stúdentablokkir sem eru að ryðja Síðubúðinni úr vegi og kom fram í samtölum Stöðvar 2 við nágranna að þeir eru ekki sáttir við að missa hverfisbúðina sína. Mikil þörf er hins vegar fyrir stúdentagarðanna vegna Háskólans á Akureyri.

Akureyrarbær segir í bréfi til Höskuldar Stefánssonar, eiganda búðarinnar, að stöðuleyfi hans sé útrunnið og þess vegna sé bæjarfélagið í fullum rétti til að grípa til svo drastískra aðgerða.

Lögmaður Akureyrarbæjar, Inga Þöll Þórgnýsdóttir, segir að ekki hafi verið hægt að kaupa upp eignina þar sem slíkt sé ekki gert þegar stöðuleyfi eigna sé ekki fyrir hendi. Hins vegar sé dapurlegt að svona þurfi að fara.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×