Innlent

Dreif ekki yfir fangelsisgirðinguna

MYND/Stefán

Tvö fíkniefnamál sem bæði tengjast Litla-Hrauni komu inn á borð lögreglunnar á Selfossi í vikunni sem leið. Fram kemur í dagbók lögreglunnar að kannabis hafi fundist í fórum fanga og þá fannst amfetamín á svæði milli öryggisgirðinga við fangelsið.

Einhver hafði ætlað að kasta plasthylki sem fíkniefnið var í inn fyrir girðingarnar en ekki haft kraft í kastið þannig að hylkið náði ekki yfir nema aðra girðinguna, sem betur fer segir lögregla. Ekki er vitað hver það var sem ætlaði að koma fíkniefnunum inn á fangelsislóðina




Fleiri fréttir

Sjá meira


×