Innlent

Ölvaður undir stýri úti á sjó

Lögregla stöðvaði siglingu tveggja báta utan við Reykjavíkurhöfn um miðnæturbil aðfaranótt sunnudags. Hvorugur skipstjórinn gat framvísað haffærisskírteini. Þá var annar þeirra, sem sigldi seglskútu, undir áhrifum áfengis.

Varðskipsmaður sá um að sigla skútu hins ölvaða, en umræddur skipstjóri var auk þess án skipstjórnarréttinda, segir varðstjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Ekki fengust upplýsingar um hvaða ferðalag var á mönnunum eða hvort þeir höfðu verið lengi úti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×