Innlent

Unglingar gera oft strætó að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim

Unglingar gera Strætó gjarnan að blóraböggli þegar þeir koma of seint heim til sín á kvöldin, segir forstjóri Strætó. Hann segir ekki sé rétt að bílstjóri Strætó hafi ekki hleypt unglingum inn í vagninn á tveimur biðstöðvum í röð eins og þeir fullyrtu í fréttum Stöðvar 2 í vikunni.



Unglingar fullyrtu í fréttum okkar í vikunni að vagnstjóri Strætó hefði í tvígang ekið fram hjá þeim án þess að hleypa þeim upp í vagninn í síðustu ferð kvöldsins. Unglingarnir fullyrtu að þetta hefði leitt til þess að þeir þurftu að ganga heim til síns.

Reynir Jónsson, forstjóri Strætó, lét rannsaka þetta mál sérstaklega og segir fullyrðingar unglinganna ekki standast enda hafi þarna átt í hlut vagnsstjóri með langan og flekklausan feril.

Forstjórinn segir að umræddur vagn hafi ekki verið sá síðasti þetta kvöld og að unglingarnir hafi ekki reynt að komast inn í vagninn á stoppistöð heldur eftir að hann hafði yfirgefið stöðina.

Forstjórinn segir að svo megi álykta að í þessu tilfelli hefði það ekki lagt neinn í hættu, þótt bílstjórinn hefði stöðvað vagninn sökum þess að þetta var seint að kvöldi og utan annatíma. En vagnstjórinn hefði einungis fylgt vinnureglum.



Reynir segir að það sé þekkt hjá Strætó að unglingar hafi í mörgum tilfellum lofað foreldrum sínum að koma heim með vagni á ákveðnum tíma en nota það svo sem afsökun að vagninn hafi "vísvitandi ekið framhjá þeim" þegar þau í raun og veru gættu ekki að sér og hreinlega misstu af vagninum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×