Innlent

Leita að ferðaáætlun þýskra ferðmanna sem saknað er

Lögregla er nú að leita upplýsinga í Þýskalandi um ferðaáætlun tveggja þýskra ferðamanna, sem óttast er um á hálendinu til þess að hægt verði að skipuleggja leit að þeim.

Þeir mættu ekki til heimflugs héðan fyrir helgi og hefur eftirgrennslan engan árangur borið. Þá flaug þyrla Landhelgisgæslunnar umhverfis Vatnajökul í gær og þræddi auk þess algengar gönguleiðir en án árangurs.

Síðast sást til mannanna á tjaldstæðinu í Laugadal 29. júlí. Þeir heita Matthias Hinz og Thomas Grundt og óskar lögreglan eftir upplýsingum um þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×