Fleiri fréttir Menningarvöfflur ruku upp í gesti og gangandi í Þingholtunum Ungur íbúi í Þingholtunum bakaði fleiri hundruð vöfflur í dag og bauð gestum og gangandi ásamt rjúkandi kaffi sem hann hellti upp á. Allt var þetta gert í nafni menningarinnar. 18.8.2007 18:33 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfarenda, konu, á gatnamótum Sundlaugarvegar og Hrísateigs um klukkan tvö í dag. Þegar lögregla kom á staðinn var konan með meðvitund og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist nánari fréttir af líðan konunnar. 18.8.2007 17:05 Ekki heimsmet, en Íslandsmet Tilraun til að setja heimsmet í hvísluleik í í garði Listasafns Einars Jónssonar á menningarnótt mistókst í dag en aðeins 600 manns hvísluðust á. Tæplega ellefu hundruð hefði þurft til að slá metið. Þá brenglaðist setningin sem hvíslað var í meðförum þátttakenda, en hún byrjaði sem -heimsmet í reykjavík - en þegar yfir lauk hafði það breyst í - er þetta komið. 18.8.2007 16:56 Lýst eftir þýskum ferðamönnum Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur þýskum ferðamönnum, þeim Matthias Hinz og Thomas Grundt. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars fara í ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls. Ekkert hefur spurst til þeirra í þrjár vikur. 18.8.2007 16:25 Fjör í Latabæjarhlaupi Latabæjarhlaupið vakti mikla kátínu á meðal þeirra fjölmörgu krakka sem hlupu kílómeters langa brautina í dag. Hlaupið fór fram fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands og eins og sjá má á myndinni voru það ánægðir krakkar sem komu í mark að loknu hlaupi. 18.8.2007 15:38 Samskip áfrýja dómi um bætur vegna missis framfæranda Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda. 18.8.2007 14:19 Menningarnótt gengin í garð Menningarnótt Reykjavíkurborgar hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu núna klukkan eitt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti hátíðina formlega en að lokinni setningu koma Lay Low og Eivör Pálsdóttir fram. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna hátíðarinnar og verður götum í miðbænum lokað fyrir bílaumferð. 18.8.2007 12:42 Rússar í hringferð um landið Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. 18.8.2007 12:04 Flugi Rússa mótmælt Samtök hernaðarandstæðinga á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem flugi rússneskra herflugvéla í grennd við landið er mótmælt harðlega. samtökin segja flug á borð við þetta skapa hættu og tilgangurinn sé enginn. Þá eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa átt frumkvæði að heræfingunum hér á landi á dögunum. 18.8.2007 11:02 12 þúsund manns á hlaupum um borgina Um tólf þúsund manns hlaupa nú mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri. Fjölgun er á þáttakendum í öllum vegalengdum og segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, starfsmaður hlaupsins, að allt hafi gengið eins og best sé á kosið. 18.8.2007 10:46 Kuml finnst í Arnarfirði Kuml fannst í Arnarfirði seint í gær. Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni Discovery voru í Hringsdal við gerð leikinnar heimildarmyndar ásamt íslenskum fornleifafræðingum þegar þeir grófu sig óvænt niður á kuml við hlið þess sem fannst í fyrra. 18.8.2007 10:14 Bílvelta í Eyjafirði Bíll valt við Hólshús frammi í Eyjafirði um fjögur leytið í nótt. Ökumaður náði ekki að beygja inn á Eyjafjarðarbraut og fór bíllinn fór út af veginum og fór nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og slasaðist annar talsvert. Báðir mennirnir voru í beltum. Bíllinn er talinn ónýtur. 18.8.2007 09:49 20 eða 50 þúsund? Mikið fjölmenni var í Laugardalnum í gærkvöldi þegar Kaupþing stóð fyrir stórtónleikum á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur segja að tæplega fimmtíu þúsund manns hafi verið á vellinum en lögregla segir þá tölu fullháa, nær lagi sé að tala um að tuttugu þúsund manns hafi mætt á tónleikana. Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikana, segist aftur á móti vera fullviss um að yfir 40 þúsund manns hafi verið á vellinum. 18.8.2007 09:37 Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bíl Lögreglan handtók tvennt í nótt sem leið eftir æsilegan eltingaleik um Breiðholtshverfið. Klukkan fimmtán mínútur í tvö gáfu lögreglumenn bifreið í efra Breiðholti stöðvunarmerki. Bílstjórinn sinnti því í engu og upphófst þá snörp eftirför sem lauk ekki fyrr en bílstjórinn hafði komið sér í sjálfheldu í Hólahverfi. 18.8.2007 09:16 Menningarnótt gengið vel Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig. 18.8.2007 18:54 Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúasamtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. 18.8.2007 06:45 Hrókeringar á útitaflinu „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. 18.8.2007 06:15 Fullorðnir verða börn á Akureyri „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur sem skartar 17 stórleikurum á barnsaldri. 18.8.2007 06:00 400 þúsund tonn af útblæstri á ári hverju Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 18.8.2007 06:00 Volgur bjór í Austurstræti „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgarstjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Austurstræti. 18.8.2007 05:45 Ók á kerrur og sofnaði síðan Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ. 18.8.2007 05:00 Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlambinu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að líkindum taka málið fyrir í haust. 18.8.2007 05:00 Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslendingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. 18.8.2007 04:45 Dráp á hundi kært til lögreglu Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. 18.8.2007 04:30 Allar stöður eru mannaðar Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kennara, skólaliða og annarra. 18.8.2007 04:15 Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti. 18.8.2007 03:30 Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. 18.8.2007 02:30 Sárast að missa uppáhaldshænuna Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. 18.8.2007 01:15 Tveggja ára vinna skilaði árangri „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. 18.8.2007 01:00 Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga. 17.8.2007 22:53 Vörubíll valt í Þorlákshöfn Vörubíll valt við hringtorgið í Þorlákshöfn rétt eftir klukkan níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögregla er nú á staðnum en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 17.8.2007 21:32 Miklar vonir bundnar við Lónsheiðargöng Íbúar Suðausturlands binda miklar vonir við gerð Lónsheiðarganga en göngin yrðu mikil samgöngubót fyrir landsfjórðunginn. Með tilkomu þeirra yrði þjóðvegurinn um Hvalnes -og Þvottárskriður úr sögunni en skriðurnar teljast með hættumeiri vegköflum landsins. 17.8.2007 20:01 Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út í kvöld Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu sem datt af hestbaki við Árbúðir á Kalvegi um áttaleytið í kvöld. Að sögn Lögreglunnar á Selfossi er talið að konan hafi hlotið bakmeiðsl og var hún flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 17.8.2007 19:48 Virðisaukaskattslækunin beint í vasa veitingamanna Veitingamenn virðast langaflestir hafa stungið virðisaukaskattslækuninni fyrsta mars í eigin vasa, samkvæmt könnun Neytendastofu í þessum mánuði. 17.8.2007 19:26 Sölsa undir sig eignir í miðborginni Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. 17.8.2007 18:56 Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur Rússneskar sprengjuflugvélar komu upp að austurströnd Íslands í dag í fyrsta skipti í fimmtán ár. Norskar og breskar orrustuþotur voru tafarlaust sendar gegn þeim. 17.8.2007 18:30 Discovery gerir þátt hér á landi Mikil leynd hvílir yfir hvað 25 manna hópur frá sjónvarpsstöðinni Discovery er að gera hér á landi. Hópurinn var í dag staddur í Hringsdal í Arnarfirði og augljóslega gekk mikið á. 17.8.2007 18:30 ÍTR leggur til að starfsmenn frístundaheimila fái greiddar álagsgreiðslur Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs í dag var samþykkt samhljóða tillaga, til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, um að kanna möguleika á því að bregðast við manneklu á frístundaheimilum í Reykjavík með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna. 17.8.2007 18:06 Bóndi varð undir belju Fullorðinn maður varð undir belju í dag. Atvikið átti sér stað á Svertingsstöðum við Hrútafjarðarháls í Húnaþingi vestra. 17.8.2007 17:09 Tugir fatlaðra barna bíða eftir þjónustu Tugir barna bíða þess að komast í lengda viðveru í Öskjuhlíðaskóla. Ástæðan er sú hversu erfitt er að ráða starfsfólk. Ragnheiður Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélags Öskjuhlíðaskóla, segir ástandið í fyrra hafi verið erfitt fyrir marga foreldra og vonar að það endurtaki sig ekki núna. 17.8.2007 16:41 Bíll og bátur á hvern Grímseying í stað ferjuklúðursins Reikna má út að hægt hafi verið að kaupa Sómabát og bíl fyrir hvern Grímseying fyrir þær 500 milljónir sem farsinn um hina nýju Grímseyjarferju, mun kosta ríkissjóð á endanum´. 17.8.2007 16:30 Óheilladagur á Suðurlandi Vörubíll valt við Eyrabakkaveg, skammt frá Litla-Hrauni, þegar verið var að sturta möl um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl. 17.8.2007 16:04 Viðskiptaráðherra vill nýjar rafrænar verðkannanir í verslunum Viðskiptaráðherra vill koma á fót rafrænum verðkönnunum til að stuðla að gagnsæi markaðar og virkri samkeppni. Neytendastofu hefur verið falið að vinna að framkvæmdaáætlun og á þeirri vinnu að vera lokið næsta sumar. Könnuninni er ekki ætlað að taka við af verðkönnunum Alþýðusambands Íslands heldur um viðbót að ræða að sögn viðskiptaráðherra. 17.8.2007 15:20 Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17.8.2007 15:00 Námsmenn fái styrki til að vinna á frístundaheimilum 17.8.2007 14:58 Sjá næstu 50 fréttir
Menningarvöfflur ruku upp í gesti og gangandi í Þingholtunum Ungur íbúi í Þingholtunum bakaði fleiri hundruð vöfflur í dag og bauð gestum og gangandi ásamt rjúkandi kaffi sem hann hellti upp á. Allt var þetta gert í nafni menningarinnar. 18.8.2007 18:33
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfarenda, konu, á gatnamótum Sundlaugarvegar og Hrísateigs um klukkan tvö í dag. Þegar lögregla kom á staðinn var konan með meðvitund og var hún flutt á slysadeild til aðhlynningar. Ekki hafa fengist nánari fréttir af líðan konunnar. 18.8.2007 17:05
Ekki heimsmet, en Íslandsmet Tilraun til að setja heimsmet í hvísluleik í í garði Listasafns Einars Jónssonar á menningarnótt mistókst í dag en aðeins 600 manns hvísluðust á. Tæplega ellefu hundruð hefði þurft til að slá metið. Þá brenglaðist setningin sem hvíslað var í meðförum þátttakenda, en hún byrjaði sem -heimsmet í reykjavík - en þegar yfir lauk hafði það breyst í - er þetta komið. 18.8.2007 16:56
Lýst eftir þýskum ferðamönnum Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir tveimur þýskum ferðamönnum, þeim Matthias Hinz og Thomas Grundt. Þeir hugðust ferðast um Ísland og meðal annars fara í ísklifur og fjallgöngur í nágrenni Skaftafells og Vatnajökuls. Ekkert hefur spurst til þeirra í þrjár vikur. 18.8.2007 16:25
Fjör í Latabæjarhlaupi Latabæjarhlaupið vakti mikla kátínu á meðal þeirra fjölmörgu krakka sem hlupu kílómeters langa brautina í dag. Hlaupið fór fram fyrir framan aðalbyggingu Háskóla Íslands og eins og sjá má á myndinni voru það ánægðir krakkar sem komu í mark að loknu hlaupi. 18.8.2007 15:38
Samskip áfrýja dómi um bætur vegna missis framfæranda Samskip hafa áfrýjað dómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 15. maí síðastliðinn en þá var fyrirtækinu gert að greiða ekkju skipverja sem fórst með Dísarfellinu árið 1997 tæpar tvær milljónir króna í bætur vegna missis framfæranda. 18.8.2007 14:19
Menningarnótt gengin í garð Menningarnótt Reykjavíkurborgar hófst með formlegum hætti í Norræna húsinu núna klukkan eitt. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson setti hátíðina formlega en að lokinni setningu koma Lay Low og Eivör Pálsdóttir fram. Lögregla er með mikinn viðbúnað vegna hátíðarinnar og verður götum í miðbænum lokað fyrir bílaumferð. 18.8.2007 12:42
Rússar í hringferð um landið Rússnesku sprengjuflugvélarnar sem flugu inn í íslenskt flugumsjónarsvæði í gær flugu inn í eftirlitssvæðið norð austur af Íslandi, fyrst í vesturátt og beygðu svo til suðurs milli Íslands og Grænlands og fóru hringferð um landið. 18.8.2007 12:04
Flugi Rússa mótmælt Samtök hernaðarandstæðinga á Íslandi hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem flugi rússneskra herflugvéla í grennd við landið er mótmælt harðlega. samtökin segja flug á borð við þetta skapa hættu og tilgangurinn sé enginn. Þá eru íslensk stjórnvöld gagnrýnd fyrir að hafa átt frumkvæði að heræfingunum hér á landi á dögunum. 18.8.2007 11:02
12 þúsund manns á hlaupum um borgina Um tólf þúsund manns hlaupa nú mislangar vegalengdir í Reykjavíkurmaraþoni Glitnis og hafa þáttakendur aldrei verið fleiri. Fjölgun er á þáttakendum í öllum vegalengdum og segir Svava Oddný Ásgeirsdóttir, starfsmaður hlaupsins, að allt hafi gengið eins og best sé á kosið. 18.8.2007 10:46
Kuml finnst í Arnarfirði Kuml fannst í Arnarfirði seint í gær. Hópur kvikmyndagerðarmanna frá sjónvarpsstöðinni Discovery voru í Hringsdal við gerð leikinnar heimildarmyndar ásamt íslenskum fornleifafræðingum þegar þeir grófu sig óvænt niður á kuml við hlið þess sem fannst í fyrra. 18.8.2007 10:14
Bílvelta í Eyjafirði Bíll valt við Hólshús frammi í Eyjafirði um fjögur leytið í nótt. Ökumaður náði ekki að beygja inn á Eyjafjarðarbraut og fór bíllinn fór út af veginum og fór nokkrar veltur. Tveir voru í bílnum og slasaðist annar talsvert. Báðir mennirnir voru í beltum. Bíllinn er talinn ónýtur. 18.8.2007 09:49
20 eða 50 þúsund? Mikið fjölmenni var í Laugardalnum í gærkvöldi þegar Kaupþing stóð fyrir stórtónleikum á Laugardalsvelli. Skipuleggjendur segja að tæplega fimmtíu þúsund manns hafi verið á vellinum en lögregla segir þá tölu fullháa, nær lagi sé að tala um að tuttugu þúsund manns hafi mætt á tónleikana. Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikana, segist aftur á móti vera fullviss um að yfir 40 þúsund manns hafi verið á vellinum. 18.8.2007 09:37
Lögreglan þurfti að brjóta sér leið inn í bíl Lögreglan handtók tvennt í nótt sem leið eftir æsilegan eltingaleik um Breiðholtshverfið. Klukkan fimmtán mínútur í tvö gáfu lögreglumenn bifreið í efra Breiðholti stöðvunarmerki. Bílstjórinn sinnti því í engu og upphófst þá snörp eftirför sem lauk ekki fyrr en bílstjórinn hafði komið sér í sjálfheldu í Hólahverfi. 18.8.2007 09:16
Menningarnótt gengið vel Nú stendur yfir menningarnótt í höfuðborginni í blíðskaparveðri. Þúsundir Reykvíkinga og nærsveitungar nutu þeirrar dagskrár sem boðið var upp á í dag og njóta enn. Fram til þessa hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig. 18.8.2007 18:54
Telja að mastur auki líkur á krabbameini Íbúar við Háteigsveg eru ósáttir við fyrirhugað farsímamastur í götunni. Íbúasamtök í hverfinu hafa sent erindi til borgarinnar sem vísar til rannsókna sem segja fjórfalt meiri líkur á krabbameini búi fólk í nálægð við farsímamöstur. 18.8.2007 06:45
Hrókeringar á útitaflinu „Okkur þykir þetta mjög undarlegt enda veit ég ekki hvað fólk ætlar að gera við einn kóng,“ segir Elín Gísladóttir, forstöðumaður sundlaugarinnar á Akureyri en hvíti kóngurinn úr útitafli sundlaugargarðsins hvarf á dögunum. 18.8.2007 06:15
Fullorðnir verða börn á Akureyri „Það hefur sjaldan verið jafn mikið fjör í leikhúsinu. Það hreinlega iðar af lífi,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri á Akureyri, en leikfélag Akureyrar æfir nú stíft fyrir fyrstu frumsýningu haustsins. Þar er á ferðinni leikritið Óvitar eftir Guðrúnu Helgadóttur sem skartar 17 stórleikurum á barnsaldri. 18.8.2007 06:00
400 þúsund tonn af útblæstri á ári hverju Útblástur koldíoxíðs vegna olíuhreinsistöðvar á Vestfjörðum stangast á við markmið stjórnvalda um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. 18.8.2007 06:00
Volgur bjór í Austurstræti „Kælirinn var tekinn í burtu núna í vikunni að beiðni borgarstjórnar,“ segir Þorkell Freyr Sigurðsson, aðstoðarverslunarstjóri í Vínbúðinni í Austurstræti. 18.8.2007 05:45
Ók á kerrur og sofnaði síðan Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um miðnætti í fyrrinótt tilkynnt um ökumann í annarlegu ástandi. Hann var þá staddur á Langatanga í Mosfellsbæ. 18.8.2007 05:00
Bíður fyrirtöku í Hæstarétti Einn mannanna þriggja sem var handtekinn í verslun á Akureyri á miðvikudag var dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna líkamsárásar í vor þar sem fingur var klipptur af fórnarlambinu. Maðurinn áfrýjaði þeim dómi til Hæstaréttar sem mun að líkindum taka málið fyrir í haust. 18.8.2007 05:00
Unglingur afplánar dóm á Kvíabryggju Fimmtán ára síbrotadrengur mun afplána fangelsisdóm á Kvíabryggju innan um fullorðna fanga. Það brýtur í bága við mannréttindasamninga SÞ en Íslendingar hafa sett fyrirvara við þá vegna þess að hér er ekkert unglingafangelsi. 18.8.2007 04:45
Dráp á hundi kært til lögreglu Eigendur chihuahua-tíkur sem drepin var, af bull-mastiff-tík, við Rauðavatn fyrr í vikunni ætla að kæra drápið á henni til lögreglu. 18.8.2007 04:30
Allar stöður eru mannaðar Kennaralið Ísaksskóla er fullmannað segir Edda Huld Sigurðardóttir skólastjóri hans. „Hér eru allar stöður mannaðar; bæði stöður kennara, skólaliða og annarra. 18.8.2007 04:15
Harðorð kvörtun læknis vegna ofsaskrifa lögmanns Læknir hefur sent úrskurðarnefnd Lögmannafélags Íslands harðorða kvörtun vegna bréflegra ummæla lögmanns í sinn garð. Hann telur að sér vegið með dónalegum hætti. 18.8.2007 03:30
Pantaði fjölda flugferða á stolin kortanúmer Breskur karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að stela kortanúmerum viðskiptavina sinna á bar í London til þess að bóka flugferðir til Íslands. Maðurinn var í gæsluvarðhaldi í viku áður en hann var dæmdur. 18.8.2007 02:30
Sárast að missa uppáhaldshænuna Þeim Gíslínu Magnúsdóttur og Gísla Óskarssyni, frístundabændum í Vestmannaeyjum, var illa brugðið þegar þau fóru að athuga með búfénað sinn á fimmtudagskvöld. Hundur hafði komist í hænurnar þeirra og drepið fimm. 18.8.2007 01:15
Tveggja ára vinna skilaði árangri „Ég er að klára að mála núna en ég byrjaði að gera upp húsið í septemberlok 2005,“ segir Sigurður Sigurðsson, fyrrverandi eigandi Bergstaðastrætis 19. 18.8.2007 01:00
Landhelgisgæsluþyrlan Gná sótti sjúklinga á haf út Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti tvo sjúklinga út á haf í kvöld. Óskað var eftir aðstoð vegna sjómanns um borð í þýska togaranum Sebastes M. en hann var talinn hafa einkenni frá botnlanga. 17.8.2007 22:53
Vörubíll valt í Þorlákshöfn Vörubíll valt við hringtorgið í Þorlákshöfn rétt eftir klukkan níu í kvöld. Að sögn lögreglunnar á Selfossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Lögregla er nú á staðnum en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki. 17.8.2007 21:32
Miklar vonir bundnar við Lónsheiðargöng Íbúar Suðausturlands binda miklar vonir við gerð Lónsheiðarganga en göngin yrðu mikil samgöngubót fyrir landsfjórðunginn. Með tilkomu þeirra yrði þjóðvegurinn um Hvalnes -og Þvottárskriður úr sögunni en skriðurnar teljast með hættumeiri vegköflum landsins. 17.8.2007 20:01
Tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út í kvöld Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti slasaða konu sem datt af hestbaki við Árbúðir á Kalvegi um áttaleytið í kvöld. Að sögn Lögreglunnar á Selfossi er talið að konan hafi hlotið bakmeiðsl og var hún flutt á slysadeild Landspítalans í Fossvogi. 17.8.2007 19:48
Virðisaukaskattslækunin beint í vasa veitingamanna Veitingamenn virðast langaflestir hafa stungið virðisaukaskattslækuninni fyrsta mars í eigin vasa, samkvæmt könnun Neytendastofu í þessum mánuði. 17.8.2007 19:26
Sölsa undir sig eignir í miðborginni Fasteignafélagið Samson Properties með Björgólfsfeðga í fararbroddi sölsar nú undir sig hverja eignina á fætur annarri í miðborginni. Hugmyndir eru uppi um verslunarmiðstöð og íbúðir á svæðum sem félagið hefur eignast, en markmiðið er að efla mannlíf og athafnalíf í miðborginni. 17.8.2007 18:56
Rússneskar sprengjuflugvélar við Íslandsstrendur Rússneskar sprengjuflugvélar komu upp að austurströnd Íslands í dag í fyrsta skipti í fimmtán ár. Norskar og breskar orrustuþotur voru tafarlaust sendar gegn þeim. 17.8.2007 18:30
Discovery gerir þátt hér á landi Mikil leynd hvílir yfir hvað 25 manna hópur frá sjónvarpsstöðinni Discovery er að gera hér á landi. Hópurinn var í dag staddur í Hringsdal í Arnarfirði og augljóslega gekk mikið á. 17.8.2007 18:30
ÍTR leggur til að starfsmenn frístundaheimila fái greiddar álagsgreiðslur Á fundi Íþrótta og tómstundaráðs í dag var samþykkt samhljóða tillaga, til samráðshóps borgarstjóra um starfsmannaeklu í grunnskólum, leikskólum, frístundaheimilum og á velferðarsviði, um að kanna möguleika á því að bregðast við manneklu á frístundaheimilum í Reykjavík með sérstökum álagsgreiðslum til starfsmanna. 17.8.2007 18:06
Bóndi varð undir belju Fullorðinn maður varð undir belju í dag. Atvikið átti sér stað á Svertingsstöðum við Hrútafjarðarháls í Húnaþingi vestra. 17.8.2007 17:09
Tugir fatlaðra barna bíða eftir þjónustu Tugir barna bíða þess að komast í lengda viðveru í Öskjuhlíðaskóla. Ástæðan er sú hversu erfitt er að ráða starfsfólk. Ragnheiður Sigmarsdóttir, formaður foreldrafélags Öskjuhlíðaskóla, segir ástandið í fyrra hafi verið erfitt fyrir marga foreldra og vonar að það endurtaki sig ekki núna. 17.8.2007 16:41
Bíll og bátur á hvern Grímseying í stað ferjuklúðursins Reikna má út að hægt hafi verið að kaupa Sómabát og bíl fyrir hvern Grímseying fyrir þær 500 milljónir sem farsinn um hina nýju Grímseyjarferju, mun kosta ríkissjóð á endanum´. 17.8.2007 16:30
Óheilladagur á Suðurlandi Vörubíll valt við Eyrabakkaveg, skammt frá Litla-Hrauni, þegar verið var að sturta möl um tvöleytið í dag. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Selfossi var ökumaður fluttur á sjúkrahúsið á Selfossi með minniháttar meiðsl. 17.8.2007 16:04
Viðskiptaráðherra vill nýjar rafrænar verðkannanir í verslunum Viðskiptaráðherra vill koma á fót rafrænum verðkönnunum til að stuðla að gagnsæi markaðar og virkri samkeppni. Neytendastofu hefur verið falið að vinna að framkvæmdaáætlun og á þeirri vinnu að vera lokið næsta sumar. Könnuninni er ekki ætlað að taka við af verðkönnunum Alþýðusambands Íslands heldur um viðbót að ræða að sögn viðskiptaráðherra. 17.8.2007 15:20
Ferðasjúkur barþjónn fékk fjögurra mánaða fangelsi Konstantin Deniss Fokin, 26 ára gamall eistneskur barþjónn, sem búsettur er í Bretlandi, var í dag dæmdur í fjögurra mánaða óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness. Dóminn fær hann fyrir að hafa bókað níu miða til Íslands og þaðan áfram til Norðurlandanna á netinu með stolnum greiðslukortanúmerum. Fokin var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku og hefur verið í gæsluvarðhaldi síðan. Hann játaði brot sín bæði við yfirheyrslu og í dómi. 17.8.2007 15:00