Innlent

Tíðar bílveltur hjá erlendum ferðamönnum á Suðurlandi

Það þykir ganga kraftaverki næst að erlendur ferðamaður skuli hafa sloppið nær ómeiddur eftir að hann missti stjórn á bíl sínum á þjóðvegi eitt, skammt frá Kirkjubæjarklaustri í gærkvöldi. Bíllinn endastakkst og vallt nokkrar veltur uns hann nam loks staðar, fjarri veginum og er gjörónýtur.

Að sögn lögreglu er þetta fjórða bílveltan í umdæmi Hvollsvallarlögreglunnar á sjö dögum og í öllum tilvikum hafa erlendir ferðamenn ekið bílunum. Enginn slasaðist alvarlega í þessum veltum, en tvær konur fengu taugaáfall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×