Innlent

Stripp á Bóhem og tangó á Goldfinger

Ásgeir Davíðsson, betur þekktur sem Geiri á Goldfinger, hefur fengið skemmtanaleyfi fyrir nektardansstaðinn Bóhem við Grensásveg. Gildir leyfið til 2019. Hann bíður hinsvegar eftir svari frá yfirvöldum um skemmtanaleyfi fyrir Goldfinger í Kópavogi.

„Ég hef vínveitingaleyfi fyrir Goldfinger en ekki skemmtanaleyfi þannig að við dönsum bara tangó og svoleiðis á staðnum þessa stundina,“ segir Ásgeir.

Ásgeir segir að hann hafi sótt um skemmtanaleyfi að nýju fyrir Goldfinger en það bíði niðurstöðu í kærumáli því sem höfðað var gegn staðnum fyrr í sumar. „Ég vona að farsæl lausn finnist á þessu máli fyrr en síðar. Magadans er leyfður og því sé ég ekkert því til fyrirstöðu að nektardans verði leyfður að nýju á Goldinger,“ segir Ásgeir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×