Fleiri fréttir Íslendingar yfir gegn Serbum eftir fyrri hálfleik Íslendingar eru einu marki yfir gegn Serbum, 14-13, í viðureign um laust sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Noregi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Serbíu og er fyrri viðureign liðanna. Þau mætast aftur á Íslandi eftir viku. 9.6.2007 19:23 Alvarlegt að fylgja ekki ráðgjöf Það er hættulegur leikur að gera vísindin að blóraböggli fyrir slakri stöðu þorstofnsins, segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Hann telur það grafalvarlegt mál ef ekki verður farið að tillögum stofnunarinnar um stórfelldan niðurskurð þorskafla. 9.6.2007 18:48 Umhverfisvænasta álver Alcoa Forstjóri Alcoa segir álverið á Reyðarfirði það umhverfisvænasta af tæplega þrjátíu verksmiðjum fyrirtækisins víðs vegar um heiminn og stefnir ótrauður á byggingu álvers við Húsavík. Forsætisráðherra segir að fyrirtækið geti áfram búist við velvilja íslenskra stjórnvalda, en verksmiðja Fjarðaáls var formlega opnuð í dag. 9.6.2007 18:37 Hafna sérstöðu og græða á því Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. 9.6.2007 18:30 Íslenskt lyfjafyrirtæki vex hratt á Spáni Íslenska lyfjafyrirtækið Invent Farma á Spáni hefur vaxið gríðarlega frá því Íslendingar tóku yfir rekstur þess. Forkólfar fyrirtækisins fullyrða að fyrirtækið tvöfaldist að stærð á næstu þremur árum. Invent Farma vinnur að lyfjaþróun, auk þess að framleiða hráefni til lyfjagerðar. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu samheitalyfja og í markaðssetningu þeirra. 9.6.2007 18:18 Erlent vinnuafl heldur ferðaþjónustunni gangandi Nærri má geta að ferðaþjónustu á Íslandi sé haldið gangandi með erlendu starfsfólki. Í sumum tilvikum er hlutfall erlendra starfsmanna á hótelum hér á landi um 90 prósent. Von er á góðu ferðasumri. 9.6.2007 18:16 Leitar manns vegna tilraunar til nauðgunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að tilraun til nauðgunar sem átti sér stað á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið um sexleytið í morgun. 9.6.2007 18:12 Bústaðavegur lokaður vegna bílveltu Bústaðavegur er lokaður vegna bílveltu sem varð við Ásgarð á fjórða tímanum. Kona sem var ein í bílnum komst að sjálfsdáðum út úr honum og mun ekki vera alvarlega slösuð. Vegfarendum er bent á að velja aðrar leiðir til aksturs en Bústaðaveginn næstu klukkustundina. 9.6.2007 16:55 Háskólum mismunað eftir rekstrarformi Háskólar á Íslandi sitja ekki við sama borð gagnvart stjórnvöldum því þeim er mismunað fjárhagslega eftir rekstrarformi, sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri sem í dag brautskráði vel á fjórða hundrað kandídata. 9.6.2007 15:41 Yfirheyrslur að hefjast yfir umsátursmanni Lögreglan á Vestfjörðum er að hefja yfirheyrslur yfir karlmanni á sextugsaldri sem handtekinn var í nótt eftir umsátur við hús í Hnífsdal. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag er maðurinn grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni sem flýði út úr íbúð þeirra. 9.6.2007 15:06 Grunnskólar og nemar verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu Grandaskóli, Víkurskóli, Öskjuhlíðarskóli, Húsaskóli, Laugarnesskóli og Foldaskóli hlutu í dag hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar sem veitt voru í fimmta sinn í dag. Þar að auki fengu þrjátíu nemendur nemendaverðlaun ráðsins. 9.6.2007 14:57 Segir virkjanir borga sig upp á 15-16 árum Orkuveita Reykjavíkur segir að virkjanir hennar borgi sig upp á 15 til 16 árum og mótmælir þannig þeirri frétt Fréttablaðsins í dag að virkjanirnar borgi sig ekki upp á 25 árum með raforkusölu til álversins í Helguvík miðað við tíu prósenta arðsemiskröfu borgarinnar. 9.6.2007 14:45 Erfiðlega gekk að gefa skipi Eimskips nafn Ekki tókst að mölva kampavínsflöskuna í fyrstu atrennu við skírn á nýju frystiskipi Eimskips í Sundahöfn í gær. Forstjóri Eimskips segir að fall sé fararheill. 9.6.2007 12:45 Vilja aflétta trúnaði af raforkuverði Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vill gjarnan aflétta trúnaði af raforkuverði til að koma í veg fyrir ranghugmyndir en fullyrðir að orkusölusamningar vegna Helguvíkurálvers séu þeir hagstæðustu sem fyrirtækið hafi gert. 9.6.2007 12:19 Auglýsingar vegna Coke Zero í bága við siðareglur SÍA Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsingar í tengslum við herferð Vífifells fyrir gosdrykkinn Coke Zero hafi brotið í bága við siðareglur sambandsins. 9.6.2007 12:08 Gætu átt rétt á allt að einni milljón króna Íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst frá framleiðandanum Dow Corporation fyrir árið 1992 eiga rétt á að lámarki um 78 þúsund krónur í bætur. 65 konur hafa lagt fram kröfu um skaðabætur frá fyrirtækinu. 9.6.2007 11:52 Grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni Eiginkona mannsins, sem handtekinn var í húsi í Hnífsdal í nótt eftir umsátur, hlaut áverka á andliti. Hann er grunaður um að hafa skotið að henni. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var mjög ölvaður. 9.6.2007 11:44 Ný ríkisstjórn mun eiga gott samstarf við Alcoa Geir Haarde forsætisráðherra lofar Alcoa að núverandi ríkisstjórn muni eiga jafngott samstarf við fyrirtækið og sú fyrri. Þetta kom fram í erindi forsætisráðherra á opnunarhátíð nýs álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði sem er opnað með formlegum hætti í dag. 9.6.2007 11:20 Opnunarhátíð álvers Alcoa í Reyðarfirði Nýtt álver Fjarðaáls í Reyðarfirði verður opnað með formlegum hætti á mikilli hátíð í dag. Opnunarhátíðin hófst nú klukkan tíu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði 9.6.2007 10:15 Húðflúraður í beinni Í morgun hófst alþjóðleg Húðflúrhátíð á skemmtistaðnum Grand Rokk. Oddur Ástráðsson úr Íslandi í dag lét húðflúra sig í beinni útsendingu. Honum vafðist ekki tunga um tönn þegar hann tók viðtal á meðan dýrindis málverk var flúrað á handlegg hans. 8.6.2007 20:33 Orkuveitan segir samning við Norðurál mjög hagstæðan Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um raforkuverð til Norðuráls Helguvíkur sf. Í tilkynningunni er fullyrt að mesta framlegðin í starfsemi fyrirtækisins komi frá orkusölu til stóriðju. Einnig er sagt að samningurinn á milli OR og Norðuráls Helguvíkur sf. gefi hærra orkuverð en vanalega og sé mjög hagstæður fyrirtækinu. 8.6.2007 20:02 Aukning á sölu nikótínvara í apótekum Greinileg aukning hefur orðið á sölu á nikótíntyggjói hjá apótekum eftir að reykingarbannið tók gildi á veitingastöðum síðustu helgi. Páll Guðmundsson lyfjafræðingur hjá Lyf og heilsu segir talsverða aukningu hafa orðið í sölu á nikótíntyggjóum og munnstykkjum. 8.6.2007 19:14 Kostnaður LSH vegna starfsmannaleiga tvöfaldaðist Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt. 8.6.2007 19:03 Sorg og sársauki eftir mikið brunaslys Sautján ára gamall Hafnfirðingur sem fékk þriðja stigs bruna á 60 prósent líkamans eftir sjóðandi sturtu, segist vonast til að tilfelli eins og hans verði til að bjarga öðrum frá því sama. Ár er liðið frá slysinu og hann segir sorgina og sársaukann hafa verið óbærilegan. 8.6.2007 18:56 Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun. 8.6.2007 18:45 Ódýrustu sumarhúsin kosta tæpar fjörtíu milljónir króna Sumarhúsabyggð þar sem ódýrustu húsin kosta rúmlega fjörutíu milljónir króna og hægt er að lenda einkaflugvél nánast á hlaðinu er að rísa í Þykkvabænum. 8.6.2007 18:43 Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin. 8.6.2007 18:42 Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir 8.6.2007 18:06 76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. 8.6.2007 16:39 Framlengja leyfi til að miðla persónuupplýsingum til Bandaríkjanna Persónuvernd hefur framlengt tímabundið leyfi flugfélagsins Icelandair ehf til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Leyfið gildir til 31. júlí næstkomandi. 8.6.2007 16:24 Varar við ótímabærum þungunum Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst. 8.6.2007 15:38 Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar. 8.6.2007 15:22 Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu. 8.6.2007 15:17 Próflaus á skellinöðru Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. 8.6.2007 15:02 Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. 8.6.2007 14:42 Unglingar staðnir að veggjakroti Tveir piltar voru staðnir að veggjakroti í Smáralind í gærkvöld. Piltarnir, sem eru 13 og 14 ára, og foreldrar þeirra fengu tiltal frá lögreglunni. Lögreglan lítur veggjakrot alvarlegum augum enda er um eignaspjöll að ræða. Mál sem þessi koma nánast daglega á borð lögreglu. 8.6.2007 14:38 Geymsluskúr í björtu báli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við. 8.6.2007 14:33 Stútur kitlaði pinnann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en bar því við að hann vissi ekki hver leyfður hámarkshraði á þessum stað væri. 8.6.2007 14:31 Dalfoss skal skipið heita Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði. 8.6.2007 13:38 Geiri á Goldfinger óttast ekki lögregluna Ásgeir Davíðsson eigandi skemmtistaðarins Goldfinger óttast ekki afskipti lögreglunnar af rekstri staðarins. Hann segir að lögreglan rannsaki staðinn reglulega, meðal annars til að kanna aðbúnað þeirra stúlkna sem þar starfi. 8.6.2007 13:18 Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund. 8.6.2007 13:04 Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. 8.6.2007 13:00 Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn. 8.6.2007 12:53 Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið. 8.6.2007 12:39 Hæsta bygging á Íslandi rís Hæsta bygging á Íslandi rís nú hratt upp frá grunni á Smáratorgi. Um er að ræða 20 hæða turn þar sem verslun og viðskipti verða í hávegum höfð. Og götumyndin í Smáranum tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það er fasteignafélagið SMI sem er að mestu í eigu Jakúps Jacobsen í Rúmfatalagernum sem stendur að byggingunni. Hún verður tilbúin í október og verður tæpir 80 metrar á hæð. 8.6.2007 12:11 Sjá næstu 50 fréttir
Íslendingar yfir gegn Serbum eftir fyrri hálfleik Íslendingar eru einu marki yfir gegn Serbum, 14-13, í viðureign um laust sæti á Evrópumótinu í handknattleik í Noregi á næsta ári. Leikurinn fer fram í Serbíu og er fyrri viðureign liðanna. Þau mætast aftur á Íslandi eftir viku. 9.6.2007 19:23
Alvarlegt að fylgja ekki ráðgjöf Það er hættulegur leikur að gera vísindin að blóraböggli fyrir slakri stöðu þorstofnsins, segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar.Hann telur það grafalvarlegt mál ef ekki verður farið að tillögum stofnunarinnar um stórfelldan niðurskurð þorskafla. 9.6.2007 18:48
Umhverfisvænasta álver Alcoa Forstjóri Alcoa segir álverið á Reyðarfirði það umhverfisvænasta af tæplega þrjátíu verksmiðjum fyrirtækisins víðs vegar um heiminn og stefnir ótrauður á byggingu álvers við Húsavík. Forsætisráðherra segir að fyrirtækið geti áfram búist við velvilja íslenskra stjórnvalda, en verksmiðja Fjarðaáls var formlega opnuð í dag. 9.6.2007 18:37
Hafna sérstöðu og græða á því Álverið í Straumsvík hefur verið losað undan öllum undanþágum um skatta, gjöld og tolla sem fyrirtækið fékk þegar álverið var reist fyrir 40 árum. Þetta fól í sér miklar ívilnanir í gegnum tíðina. Svo miklar breytingar hafa aftur á móti orðið á almennu skattaumhverfi fyrirtækja að álverið sparar sér hálfan milljarð á ári með því að vera skattlagt eins og hvert annað fyrirtæki. 9.6.2007 18:30
Íslenskt lyfjafyrirtæki vex hratt á Spáni Íslenska lyfjafyrirtækið Invent Farma á Spáni hefur vaxið gríðarlega frá því Íslendingar tóku yfir rekstur þess. Forkólfar fyrirtækisins fullyrða að fyrirtækið tvöfaldist að stærð á næstu þremur árum. Invent Farma vinnur að lyfjaþróun, auk þess að framleiða hráefni til lyfjagerðar. Fyrirtækið sérhæfir sig einnig í framleiðslu samheitalyfja og í markaðssetningu þeirra. 9.6.2007 18:18
Erlent vinnuafl heldur ferðaþjónustunni gangandi Nærri má geta að ferðaþjónustu á Íslandi sé haldið gangandi með erlendu starfsfólki. Í sumum tilvikum er hlutfall erlendra starfsmanna á hótelum hér á landi um 90 prósent. Von er á góðu ferðasumri. 9.6.2007 18:16
Leitar manns vegna tilraunar til nauðgunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að tilraun til nauðgunar sem átti sér stað á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið um sexleytið í morgun. 9.6.2007 18:12
Bústaðavegur lokaður vegna bílveltu Bústaðavegur er lokaður vegna bílveltu sem varð við Ásgarð á fjórða tímanum. Kona sem var ein í bílnum komst að sjálfsdáðum út úr honum og mun ekki vera alvarlega slösuð. Vegfarendum er bent á að velja aðrar leiðir til aksturs en Bústaðaveginn næstu klukkustundina. 9.6.2007 16:55
Háskólum mismunað eftir rekstrarformi Háskólar á Íslandi sitja ekki við sama borð gagnvart stjórnvöldum því þeim er mismunað fjárhagslega eftir rekstrarformi, sagði Þorsteinn Gunnarsson, rektor Háskólans á Akureyri sem í dag brautskráði vel á fjórða hundrað kandídata. 9.6.2007 15:41
Yfirheyrslur að hefjast yfir umsátursmanni Lögreglan á Vestfjörðum er að hefja yfirheyrslur yfir karlmanni á sextugsaldri sem handtekinn var í nótt eftir umsátur við hús í Hnífsdal. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag er maðurinn grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni sem flýði út úr íbúð þeirra. 9.6.2007 15:06
Grunnskólar og nemar verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu Grandaskóli, Víkurskóli, Öskjuhlíðarskóli, Húsaskóli, Laugarnesskóli og Foldaskóli hlutu í dag hvatningarverðlaun menntaráðs Reykjavíkurborgar sem veitt voru í fimmta sinn í dag. Þar að auki fengu þrjátíu nemendur nemendaverðlaun ráðsins. 9.6.2007 14:57
Segir virkjanir borga sig upp á 15-16 árum Orkuveita Reykjavíkur segir að virkjanir hennar borgi sig upp á 15 til 16 árum og mótmælir þannig þeirri frétt Fréttablaðsins í dag að virkjanirnar borgi sig ekki upp á 25 árum með raforkusölu til álversins í Helguvík miðað við tíu prósenta arðsemiskröfu borgarinnar. 9.6.2007 14:45
Erfiðlega gekk að gefa skipi Eimskips nafn Ekki tókst að mölva kampavínsflöskuna í fyrstu atrennu við skírn á nýju frystiskipi Eimskips í Sundahöfn í gær. Forstjóri Eimskips segir að fall sé fararheill. 9.6.2007 12:45
Vilja aflétta trúnaði af raforkuverði Meirihluti stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur vill gjarnan aflétta trúnaði af raforkuverði til að koma í veg fyrir ranghugmyndir en fullyrðir að orkusölusamningar vegna Helguvíkurálvers séu þeir hagstæðustu sem fyrirtækið hafi gert. 9.6.2007 12:19
Auglýsingar vegna Coke Zero í bága við siðareglur SÍA Siðanefnd Sambands íslenskra auglýsingastofa hefur komist að þeirri niðurstöðu að auglýsingar í tengslum við herferð Vífifells fyrir gosdrykkinn Coke Zero hafi brotið í bága við siðareglur sambandsins. 9.6.2007 12:08
Gætu átt rétt á allt að einni milljón króna Íslenskar konur sem fengu sílikonfyllingar í brjóst frá framleiðandanum Dow Corporation fyrir árið 1992 eiga rétt á að lámarki um 78 þúsund krónur í bætur. 65 konur hafa lagt fram kröfu um skaðabætur frá fyrirtækinu. 9.6.2007 11:52
Grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni Eiginkona mannsins, sem handtekinn var í húsi í Hnífsdal í nótt eftir umsátur, hlaut áverka á andliti. Hann er grunaður um að hafa skotið að henni. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, var mjög ölvaður. 9.6.2007 11:44
Ný ríkisstjórn mun eiga gott samstarf við Alcoa Geir Haarde forsætisráðherra lofar Alcoa að núverandi ríkisstjórn muni eiga jafngott samstarf við fyrirtækið og sú fyrri. Þetta kom fram í erindi forsætisráðherra á opnunarhátíð nýs álvers Fjarðaáls í Reyðarfirði sem er opnað með formlegum hætti í dag. 9.6.2007 11:20
Opnunarhátíð álvers Alcoa í Reyðarfirði Nýtt álver Fjarðaáls í Reyðarfirði verður opnað með formlegum hætti á mikilli hátíð í dag. Opnunarhátíðin hófst nú klukkan tíu í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði 9.6.2007 10:15
Húðflúraður í beinni Í morgun hófst alþjóðleg Húðflúrhátíð á skemmtistaðnum Grand Rokk. Oddur Ástráðsson úr Íslandi í dag lét húðflúra sig í beinni útsendingu. Honum vafðist ekki tunga um tönn þegar hann tók viðtal á meðan dýrindis málverk var flúrað á handlegg hans. 8.6.2007 20:33
Orkuveitan segir samning við Norðurál mjög hagstæðan Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) sendi í dag frá sér tilkynningu vegna umræðu um raforkuverð til Norðuráls Helguvíkur sf. Í tilkynningunni er fullyrt að mesta framlegðin í starfsemi fyrirtækisins komi frá orkusölu til stóriðju. Einnig er sagt að samningurinn á milli OR og Norðuráls Helguvíkur sf. gefi hærra orkuverð en vanalega og sé mjög hagstæður fyrirtækinu. 8.6.2007 20:02
Aukning á sölu nikótínvara í apótekum Greinileg aukning hefur orðið á sölu á nikótíntyggjói hjá apótekum eftir að reykingarbannið tók gildi á veitingastöðum síðustu helgi. Páll Guðmundsson lyfjafræðingur hjá Lyf og heilsu segir talsverða aukningu hafa orðið í sölu á nikótíntyggjóum og munnstykkjum. 8.6.2007 19:14
Kostnaður LSH vegna starfsmannaleiga tvöfaldaðist Sú upphæð sem Landsspítali Háskólasjúkrahús greiddi starfsmannaleigum vegna hjúkrunarfræðinga tvöfaldaðist á milli áranna 2005 og 2006. Formaður félags íslenskra hjúkrunarfræðinga telur starfsmannaleigurnar komnar til að vera, en forráðamenn Landsspítalans stefna í þveröfuga átt. 8.6.2007 19:03
Sorg og sársauki eftir mikið brunaslys Sautján ára gamall Hafnfirðingur sem fékk þriðja stigs bruna á 60 prósent líkamans eftir sjóðandi sturtu, segist vonast til að tilfelli eins og hans verði til að bjarga öðrum frá því sama. Ár er liðið frá slysinu og hann segir sorgina og sársaukann hafa verið óbærilegan. 8.6.2007 18:56
Mestu fólksflutningar á Íslandi frá Vestmannaeyjagosi Framundan eru einir mestu fólksflutningar á Íslandi frá því í Vestmannaeyjagosinu árið 1973 þegar fólk tekur að streyma úr Reyðarfirði og frá Kárahnjúkum. Álverið eystra verður tekið formlega í notkun á morgun. 8.6.2007 18:45
Ódýrustu sumarhúsin kosta tæpar fjörtíu milljónir króna Sumarhúsabyggð þar sem ódýrustu húsin kosta rúmlega fjörutíu milljónir króna og hægt er að lenda einkaflugvél nánast á hlaðinu er að rísa í Þykkvabænum. 8.6.2007 18:43
Lögreglurannsóknar krafist á Goldfinger Bæjarráð Kópavogs skorar á félagsmálaráðuneytið að rannsaka hvort brotin hafi verið lög um ferðafrelsi og atvinnuréttindi í tengslum við rekstur næturklúbbsins Goldfinger. Einnig er skorað á lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu að rannsaka hvort lögreglusamþykkt hafi verið brotin. 8.6.2007 18:42
Ingibjörg Sólrún á fundi utanríkisráðherra Norðurlanda Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, sat í dag fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Helsinki, en Finnar gegna formennsku í norrænu ráðherranefndinni um þessar mundir 8.6.2007 18:06
76,6% vilja verðupplýsingar á vefsíðum olíufélaganna Rúmlega 76% landsmanna telja mikilvægt að olíufélög birti verðupplýsingar á vefsíðum sínum. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir FÍB í lok maí og byrjun júní. 11,6% töldu verðbirtingarnar lítilvægar og 11,6% svöruðu hvorki né. 8.6.2007 16:39
Framlengja leyfi til að miðla persónuupplýsingum til Bandaríkjanna Persónuvernd hefur framlengt tímabundið leyfi flugfélagsins Icelandair ehf til að miðla ýmsum persónuupplýsingum farþega sinna til heimavarnarráðuneytis Bandaríkjanna. Leyfið gildir til 31. júlí næstkomandi. 8.6.2007 16:24
Varar við ótímabærum þungunum Fjölmiðlaumfjöllun um hættu á blótappa samfara töku Yasmin getnaðarvarnartaflna getur aukið hættuna á ótímabærri þungun. Þetta kemur fram í frétt frá landlæknisembættinu. Aðstoðarlandlæknir varar við því að konur hætti að taka pilluna án þess að leita ráða hjá læknum fyrst. 8.6.2007 15:38
Ísland og Kína gera samkomulag á sviði neytendaverndar Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra og Zohua Bohua, iðnaðar- og viðskiptaráðherra Kína, undirrituðu í dag samkomulag milli viðskiptaráðuneytis Íslands og ríkisstjórnsýslu iðnaðar-og viðskipta í alþýðulýðveldinu í Kína um upplýsingaskipti á sviði neytendaverndar. 8.6.2007 15:22
Bakkavör sýknað af kröfu Bakkavarar Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði dag Eignarhaldsfélagið Bakkavör ehf. af kröfum Bakkavör Group um að því væri óheimilt að nota heitið Bakkavör í nafni fyrirtækisins. Töldu eigendur Bakkavör Group sig hafa einkarétt á nafninu. 8.6.2007 15:17
Próflaus á skellinöðru Drengur undir fermingaraldri var stöðvaður á litlu mótorhjóli í vesturhluta borgarinnar fyrr í vikunni. Hann ók bæði um íbúðargötu og nærliggjandi tún. Drengurinn sagði lögreglunni að afi sinn hefði gefið honum leyfi fyrir þessum akstri. 8.6.2007 15:02
Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum. 8.6.2007 14:42
Unglingar staðnir að veggjakroti Tveir piltar voru staðnir að veggjakroti í Smáralind í gærkvöld. Piltarnir, sem eru 13 og 14 ára, og foreldrar þeirra fengu tiltal frá lögreglunni. Lögreglan lítur veggjakrot alvarlegum augum enda er um eignaspjöll að ræða. Mál sem þessi koma nánast daglega á borð lögreglu. 8.6.2007 14:38
Geymsluskúr í björtu báli Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við. 8.6.2007 14:33
Stútur kitlaði pinnann Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tvo ökumenn í gær vegna gruns um ölvunarakstur. Annar þeirra var stöðvaður á Kringlumýrarbraut en bíll hans mældist á 139 km hraða. Ökumaðurinn, sem er fimmtugur, rengdi ekki hraðamælinguna en bar því við að hann vissi ekki hver leyfður hámarkshraði á þessum stað væri. 8.6.2007 14:31
Dalfoss skal skipið heita Nýtt frystiskip Eimskips var nefnt Dalfoss við hátíðlega athöfn í Sundahöfn í dag. Þetta er í fyrsta skiptið sem skip er nefnt í Sundahöfn og var tekið á móti gestum á athafnasvæði Eimskips á höfninni af því tilefni. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipa, sagði við þetta tækifæri að skipið gæfi fyrirtækinu gott samkeppnisforskot í kæli- og frystiflutningum en fyrirtækið hefði náð leiðandi stöðu á alþjóðavísu á því sviði. 8.6.2007 13:38
Geiri á Goldfinger óttast ekki lögregluna Ásgeir Davíðsson eigandi skemmtistaðarins Goldfinger óttast ekki afskipti lögreglunnar af rekstri staðarins. Hann segir að lögreglan rannsaki staðinn reglulega, meðal annars til að kanna aðbúnað þeirra stúlkna sem þar starfi. 8.6.2007 13:18
Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund. 8.6.2007 13:04
Hjartavernd fyrir konur Þann 16. júní næstkomandi fer hið árlega Kvennahlaup ÍSÍ fram. Hjartavernd er aðalsamstarfsaðili hlaupsins í ár. Að því tilefni hefur stofnunin ásamt ÍSÍ og Lýðheilsustöð gefið út bæklinginn Hreyfing er hjartans mál - hjartaprófið sem er sérstaklega sniðinn að konum. 8.6.2007 13:00
Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn. 8.6.2007 12:53
Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið. 8.6.2007 12:39
Hæsta bygging á Íslandi rís Hæsta bygging á Íslandi rís nú hratt upp frá grunni á Smáratorgi. Um er að ræða 20 hæða turn þar sem verslun og viðskipti verða í hávegum höfð. Og götumyndin í Smáranum tekur miklum breytingum þessar vikurnar. Það er fasteignafélagið SMI sem er að mestu í eigu Jakúps Jacobsen í Rúmfatalagernum sem stendur að byggingunni. Hún verður tilbúin í október og verður tæpir 80 metrar á hæð. 8.6.2007 12:11