Innlent

Leitar manns vegna tilraunar til nauðgunar

MYND/Pjetur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitnum að tilraun til nauðgunar sem átti sér stað á Hverfisgötu á móts við Þjóðleikhúsið um sexleytið í morgun.

Karlmaður um þrítugt dró konu á tvítugsaldri inn í port og reyndi að nauðga henni þar. Að sögn lögreglu tókst stúlkunni með harðfylgi að komast undan árásarmanninum. Hún var flutt á neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisbrota eftir að hafa tilkynnt lögreglu um málið.

Maðurinn sem leitað er að er á bilinu 185-190 sentímetrar á hæð og með stutt, mjög dökkt eða svart hár og svarta skeggbrodda eða svart skegg. Maðurinn er grannvaxinn og klæddur í rauða eða vínrauða peysu eða jakka og svartar buxur.

Þeir sem kynnu að hafa upplýsingar um árásarmanninn eru vinsamlegast beðnir um að tilkynna það til lögreglu í síma 444-1000 eða 444-1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×