Innlent

Yfirheyrslur að hefjast yfir umsátursmanni

Sérsveitarmenn fyrir utan húsið í Hnífsdal skömmu áður en maðurinn kom út.
Sérsveitarmenn fyrir utan húsið í Hnífsdal skömmu áður en maðurinn kom út. MYND/Hafþór Gunnarsson

Lögreglan á Vestfjörðum er að hefja yfirheyrslur yfir karlmanni á sextugsaldri sem handtekinn var í nótt eftir umsátur við hús í Hnífsdal. Eins og fram hefur komið í fréttum í dag er maðurinn grunaður um að hafa skotið í átt að konunni sinni sem flýði út úr íbúð þeirra. Hún var síðar flutt á sjúkrahús með minni háttar áverka í andliti.

Níu manna sérsveit frá Ríkislögreglustjóra var flogið vestur vegna málsins og tókst henni að fá manninn út úr húsinu þar sem hann var handtekinn. Að sögn lögreglu var maðurinn mjög ölvaður og því var ekki hægt að hefja yfirheyrslu yfir honum fyrr en eftir hádegið.

Ekki liggur fyrir hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×