Innlent

Telja að Landsvirkjun tapi 16 milljörðum á seinkunum

Höskuldur Kári Schram skrifar
Álver Alcoa í Reyðarfirði.
Álver Alcoa í Reyðarfirði. MYND/Alcoa

Tap Alcoa Fjarðaráls vegna tafa á orku frá Kárahnjúkavirkjun getur numið allt að 8 milljörðum króna samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands. Samtökin telja ennfremur að tap Landsvirkjunar geti numið rúmlega 16 milljörðum vegna skaðabóta, tapaðri orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði. Formaður samtakanna segir ljóst að almenningur muni þurfa greiða tapið.

„Þessi eyðilegging á náttúrunni er niðurgreidd af skattborgurm," sagði Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, í samtali við Vísi. „Kárahnjúkavirkjun borgaði sig ekki og mun ekki borga sig eins og við höfum margoft bent á.

Landsvirkjun tilkynnti fyrir skemmstu að afhending orku frá Kárahnjúkavirkjun til álvers Alcoa tefjist um allt að fjóra mánuði. Forsvarsmenn Alcoa hafa ekki viljað gefa út hvert tap fyrirtækisins á þessum töfum gæti orðið. Reiknað er með því að Alcoa fái rafmagn frá öðrum stöðum á meðan á töfunum stendur.

Tap upp á 16,2 milljarða

Samkvæmt útreikningum Náttúruverndarsamtaka Íslands getur tap Alcoa vegna tafanna numið rúmlega 8 milljörðum króna. Þá telja samtökin mögulegt að tap Landsvirkjunar vegna seinkunarinnar geti orðið 16,2 milljarðar króna. Er þá miðað mögulegar skaðabætur, tap á orkusölu og auknum framkvæmdakostnaði.

Fá afslátt af orkuverði

Árni segir ekki endilega gefið að Alcoa muni krefjast beinna skaðabóta vegna tafanna heldur muni fyrirtækið þess í stað krefjast afsláttar af orkuverði til fyrirhugaðs álvers á Húsavík. „Þeir eiga eftir að fá góðan orkusölusamning vegna álversins á Húsavík. Tapið verður reiknað inn í raforkuverð."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×