Innlent

Yfir 300 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

Háskólinn í Reykjavík.
Háskólinn í Reykjavík. MYND/E.Ól.

Alls verða 337 nemendur brautskráðir frá Háskólanum í Reyjavík á morgun. Þá mun skólinn í fyrsta skipti útskrifa lögfræðinga með fullnaðarpróf í lögum.

Nemendurnir koma úr fjórum deildum skólans og flestir úr tækni- og verkfræðideild eða 121 nemandi. Þá útskrifast 105 nemendur úr viðskiptadeild, 73 úr lagadeild og 38 úr tölvunarfræðideild.

Brautskráningin á morgun verður sú fyrsta hjá dr. Svöfu Grönfeldt, rektors Háskólans í Reykjavík, en hún tók við stjórnartaumunum í upphaf þessa árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×