Innlent

Álverið í Reyðarfirði tekið formlega í notkun

Álverið tók til starfa í byrjun apríl síðastliðnum en verður formlega tekið í notkun á morgun. Framleiðslugeta álversins nýja verður 346 þúsund tonn.

Það má gera ráð fyrir miklum hátíðahöldum í Reyðarfirði á morgun og veðurspá er góð, en spáð er nærri 20 stiga og bjartviðri.

Reikna má með miklum fólksflutningum frá Reyðarfirði í framhaldi af því að álverið fer í fulla starfsemi. Nú starfa 1550 manns við byggingu álversins en þeir voru flestir um 2000 í apríl síðastliðnum að sögn Björns S. Lárussonar, framkvæmdastjóra samfélagssamskipta hjá Bechtel International, sem hefur stýrt byggingu álversins.

Á hinn bóginn mun fólk einnig fylla að hluta til skörð þeirra sem hverfa af staðnum en starfsmenn álversins verða um 400 talsins.

Samkvæmt upplýsingum frá Alcoa metur Hagfræðistofnun Háskóla Íslands það svo að yfir 900 störf verði til í landinu vegna starfsemi Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði.

Náttúruverndarsamtök Íslands fullyrða í tilkynningu sem þau gáfu út í dag að tap Alcoa fjarðaáls vegna tafa við afhendingu orku frá Kárahnjúkavirkjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×