Innlent

Orkuverð til iðnaðar í Bandaríkjunum tvöfalt hærra en á Íslandi

Heildsöluverð á raforku til iðnaðar í Bandaríkjunum er að meðaltali tvöfalt hærra en samið hefur verið um að greitt er fyrir orkuna til fyrirhugaðrar álbræðslu í Helguvík. Mikil leynd hefur hvílt yfir orkusamningum til stóriðju í gegnum tíðina og því tíðindi þegar það er staðfest að umsamið orkuverð til fyrirhugaðs Helguvíkurálvers sé tvær komma ein króna á kílóvattsstund.

Þetta hefur forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur staðfest - að minnsta kosti að það sé ekki fjarri lagi. Hafa verður í huga að orkuverð er bundið verði á álverði á heimsmarkaði og hreyfist með gengi dollars.

Tvær komma ein króna virðist hagstæptt verð miðað við tölur sem birtust frá Bandaríksum stjórnvöldum í síðasta mánuði um meðalverð á raforku til iðanaðar. Þetta er heildsöluverð. Kemur þar fram að miðað við núverandi dollaragengi er iðnðurinn að borga rétt rúmar fjórar krónur fyrir kílóvattssgtund - eða helgmingi hærra verð en Helguvíkurálver mun þurfa að greiða. Kemur fram í þessum opinberu samanburðartölum í Bandríkjunum að orkuverð þar hefur farið hækkandi smám saman og nemur hækkunin um fimm prósentum frá febrúar 2006 til febrúar 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×