Innlent

Geymsluskúr í björtu báli

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út um klukkan hálf eitt í dag eftir að tilkynning barst um eld í einbýlishúsi við Langabrekku í Kópavogi. Sendir voru þrír slökkviliðsbílar á staðinn en þegar þangað kom reyndist enginn eldur vera í húsinu heldur í geymsluskúr á lóðinni bak við.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins stóð skúrinn í björtu báli þegar slökkviliðið bar að garði. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og var slökkvistörfum lokið laust fyrir klukkan eitt. Nálægum húsum stafaði engin hætta af eldinum að sögn slökkviliðsins. Skúrinn var mannlaus og engan sakaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×