Fleiri fréttir

Miklar framkvæmdir í Vatnsmýrinni

Framkvæmdir verða alls ráðandi í Vatnsmýrinni næstu árin, ekki síst á lóðinni sem Háskólinn í Reykjavík hefur fengið. Reiknað er með að þar hefjist byggingaframkvæmdir á næsta ári en þeim fylgir jafnframt mikil gatnagerð.

RKÍ á hamfarasvæðunum næstu 10 ár

Enn er mikið uppbyggingarstarf fyrir höndum á hamfarasvæðunum í Asíu þar sem flóðbylgjan reið yfir í lok síðasta árs - svo mikið að Rauði kross Íslands gerir ráð fyrir að starfa þar næstu tíu árin.

Hestasýningin hefur mikla þýðingu

Næstsíðasti dagur hestadaga í Skagafirði, sem kallast „Tekið til kostanna“, var í dag. Ingimar Ingimarsson sýningarstjóri segir sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir hestamennsku á svæðinu, sem og samfélagið í heild sinni.

Engir tveir læra stærðfræði eins

Allir geta lært stærðfræði en engir tveir læra hana á sama hátt. Þetta kom fram á fyrirlestri í Kennaraháskóla Íslands í vikunni.

Barni bjargað af botni vatns

Um miðjan dag í gær var barni bjargað úr Þingvallavatni. Foreldrarnir litu af þriggja ára gömlu barni sínu andartak og rölti það að árbakkanum. Við leit fannst barnið á botninum.

Læknafélag Íslands kærir ríkið

Læknafélag Íslands hefur stefnt Landspítala-háskólasjúkrahúsi fyrir að veita unglæknum ekki uppsafnað frí fái þeir ekki ellefu klukkustunda hvíld á sólarhring.

Hnúfubakur í Reykjavíkurhöfn

Hnúfubakur lagði leið sinni inn í Reykjavíkurhöfn og vakti mikla lukku hjá ferðamönnum. "Þetta er í fyrsta sinn sem ég veit til þess að stórhveli hafi komið inn í höfnina hér í Reykjavík," segir Einar Örn Einarsson, skipstjóri á hvalaskoðunarskipinu Eldingu.

Bjargaði börnum úr háska

Tvö þriggja ára börn, drengur og stúlka, voru hætt komin þegar þau féllu fram af sjávarkambi og ofan í sjó við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi í gær. Kona bjargaði lífi þeirra með því að sýna mikið áræði.

Fjórði maðurinn handtekinn

Lögreglan á Akureyri hefur handtekið fjórða manninn í tengslum við rannsókn á stóru fíkniefnamáli sem upp kom fyrir viku. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og eru nú þrír í varðhaldi vegna málsins en einum hefur verið sleppt.

Þrjú fíkniefnamál á sólarhring

Þrjú fíkniefnamál komu upp á Suðurnesjum frá því í fyrrakvöld og þar til í gærkvöld. Hald var lagt á amfetamín í öllum tilvikum en önnur efni fundust ekki.

Skyndihjálparþekking skipti sköpum

Kona, sem með snarræði bjargaði þriggja ára stúlku frá drukknun á Snæfellsnesi í gær, segir að þekking sín á skyndihjálp hafi tvímælalaust skipt sköpum um björgunina.

Neyðarfundur í sjávarútvegsnefnd

Þorskaflinn hefur að jafnaði verið mun minni, í þau rúmlega tuttugu ár sem veiðunum hefur verið stjórnað með kvótum til að byggja stofninn upp, en hann var um áraraðir þegar menn gátu stundað veiðarnar frjálst. Þetta verður meðal annars rætt á neyðarfundi sem boðað hefur verið til í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir hádegi.

Jón leggur í langsund

Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri norska vafrafyrirtækisins Opera Software, sagðist á vinnufundi í fyrirtækinu ætla að synda frá Noregi til Bandaríkjana ef fleiri en milljón hlaða niður nýjustu útgáfu vafrans sem út kom á þriðjudag á fyrstu fjórum dögunum.

Kjörseðlar sendir út í dag

Kjörstjórn Samfylkingarinnar vegna formannskosninganna sendir í dag út tæplega 20 þúsund kjörseðla til allra sem skráðir eru í flokkinn. Flokksmönnum hefur fjölgað um 54 prósent frá áramótum, langmest síðustu dagana og vikurnar áður en skráningarfrestur til þátttöku í formannskjörinu rann út.

Mikill munur á tilboðum í uppgröft

Gríðarmikill munur var á hæsta og lægsta tilboði til Landsvirkjunar í uppgröft í sumar á mannvistarleifum á svonefndum Hálsum sem fara undir vatn þegar Kárahnjúkalón verður fyllt. Lægsta tilboð átti Fornleifastofnun Íslands, 11,5 milljónir króna.

Molinn opnaður á Reyðarfirði

Ný verslunarmiðstöð, sem hlotið hefur nafnið Molinn, verður opnuð á Reyðarfirði í dag. Hún er um 2700 fermetra stór en byggingarframkvæmdir hófust á síðasta ári.

Hvíldartíminn í bága við ESB

Íslensk stjórnvöld framfylgdu ekki vinnutímatilskipun Evrópusambandsins varðandi hvíldartíma unglækna, samkvæmt áliti sem ESA, eftirlitsstofnun EFTA, hefur sent íslenskum stjórnvöldum. Stjórnvöldum hefur verið veittur tveggja mánaða frestur til að grípa til viðeigandi ráðstafana. 

Tíu ár í stjórn

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra og Davíð Oddsson utanríkisráðherra boðuðu til blaðamannafundar eftir hádegi í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá því ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins tók við völdum.

Heitt vatn lækkar um 1,5%

Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að lækka verð á heitu vatni um 1,5%, frá 1. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi orkuveitunnar í fyrradag.

Nauðgunarfórnarlambi vísað frá

Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir lögregluna í Reykjavík og telur ámælisvert að hún skuli ekki hafa, í nóvember síðastliðnum, tekið á móti nauðgunarkæru konu þegar í stað, eins og henni hafi borið að gera.

Brýnt að ganga ekki lengra

Persónuvernd telur brýnt að ekki verði gengið lengra en brýna nauðsyn beri til þegar um er að ræða jafn almenna og umfangsmikla skráningu á persónuupplýsingum og gert er ráð fyrir í nýju frumvarpi um breytingu á lögum um fjarskipti.

Börnin við góða líðan

Börnin tvö, sem féllu í sjóinn í Kolgrafafirði í fyrradag, voru við góða líðan á Barnaspítalanum í gær og sagði Sigurður Kristjánsson barnalæknir að engin hætta væri á ferðum.

Kók um borð að nýju

Icelandair og Vífilfell undirrituðu í dag samning um að vörur Vífilfells verði á ný fáanlegar um borð í vélum Icelandair og næstu tvö árin hið minnsta. Samningurinn felur í sér kaup Icelandair á gosdrykkjum, bjór, vatni, safa og léttum vínum frá Vífilfelli.

Hækkað um þrettán milljónir

"Þetta er fyrsta eignin sem ég man eftir að sé auglýst mikið dýrari svona skömmu eftir að við seljum hana," segir Óskar Ásgeirsson, hjá Ríkiskaupum. Rúmur mánuður er síðan stofnunin seldi fasteignina að Kleifarvegi 15 hæstbjóðanda á 55 milljónir króna en sama eign er nú til sölu óbreytt á almennum markaði á 68 milljónir króna.

Brasilísk kona í 2 ára fangelsi

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag 26 ára brasilíska konu í tveggja ára fangelsi fyrir að smygla til landsins 860 grömmum af kókaíni og tæplega 11 grömmum af LSD í desember í fyrra. Konan faldi fíkniefnin innanklæða og í leggöngum en efnin fundust við líkamsleit á Keflavíkurflugvelli. Hún var handtekin og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan.

Europris hættir með ferskvöru

"Þarna erum við að sníða verslanir okkar hér á landi eftir verslunum Europris á erlendri grund," segir Matthías Eiríksson, framkvæmdastjóri Europris á Íslandi. Miklar breytingar eiga sér stað í verslunum þeirra þessa dagana og verður hætt að bjóða upp á ferskvörur eins og mjólk, brauð og kjöt að þeim loknum.

Fellst á kröfu Impregilo

Yfirskattanefnd féllst á kröfu ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo um að ógilda álagningu skattstjóra vegna ágalla á málsmeðferð og leiðir það til endurgreiðslu 22 milljóna króna sem innheimtar voru í staðgreiðsluskatta.

Skólagjöld ekki handan við hornið

Menntamálaráðherra telur ótímabært að segja til um hvort skólagjöld verði tekin upp við Háskóla Íslands í kjölfar stjórnsýsluúttektar Ríkisendurskoðunar um háskólann. Heildstæð löggjöf um háskólastigið verður lögð fram á þingi næsta vetur.

Þrýst á stjórnvöld vegna unglækna

Eftirlitsstofnun EFTA hefur sent stjórnvöldum "rökstutt álit" vegna þess að ekki hefur verið gengið í að laga vinnu unglækna að vinnutímatilskipun Evrópusambandsins. Stjórnvöld hafa tvo mánuði til að reiða fram áætlun, sem átti að vera frágengin í ágúst í fyrra.

Telja samtvinnun óheimila

Stjórn INTER, samtaka netþjónusta, sendi í gær kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra tilboða á netþjónustu hjá Og Vodafone og Símanum. INTER telur að um ólöglega samtvinnun þjónustu á milli óskyldra markaða sé að ræða, auk skaðlegrar undirverðlagningar.

Annþór vill málið aftur í hérað

Verjandi Annþórs Kristjáns Karlssonar krafðist þess fyrir Hæstarétti í gær að máli hans yrði vísað aftur heim í hérað. Í nóvemberlok voru Annþór og Ólafur Valtýr Rögnvaldsson dæmdir í fangelsi fyrir að ráðast inn á heimili mjaðmagrindarbrotins manns og ganga í skrokk á honum.

Læknafélagið gagnrýnir stjórnvöld

Læknafélag Íslands gagnrýndi í gær að stjórnvöld hér skuli engar ráðstafanir hafa gert til að tryggja að unglæknar séu ekki látnir vinna lengri vinnuviku en heimilt er samkvæmt ákvæðum vinnutímatilskipunar.

Vantar leyfi Persónuverndar

Persónuvernd hefur ekki gefið út leyfi til notkunar á vefmyndavél sem stendur við höfnina í Bolungarvík. Stofnunin hyggst rannsaka málið frekar.

Olís ódýrast

Áfylling á venjulegan níu kílóa gaskút reyndist ódýrust hjá Olís við könnun blaðsins í gærdag. Þar kostar áfyllingin 2.743 krónur en bæði Skeljungur og Esso eru tæpum 200 krónum dýrari.

Eftirlaunalögum ekki breytt

Davíð Oddsson telur enga ástæðu til að breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna eins og Halldór Ásgrímsson hefur lýst yfir að hann telji nauðsynlegt að gera. Davíð telur gagnrýni á lögin á misskilningi byggða.

Skilorð fyrir smáþjófnað

24 ára gamall maður var í gær dæmdur í tveggja mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Dóminn, sem er skilorðsbundinn í þrjú ár, hlaut maðurinn fyrir að hafa í maíbyrjun í fyrra stolið Dewalt-borvél, rafhlöðu og hleðslutæki.

Ámælisvert að taka ekki við kæru

Héraðsdómur Reykjavíkur gagnrýnir að Lögreglan í Reykjavík skyldi ekki samdægurs taka við kæru vegna nauðgunar og bera við vegna manneklu sökum námskeiðahalds.

Niðurstaða sem beðið hefur verið

"Þarna er um mikinn áfangasigur að ræða sem við innan verkalýðshreyfingarinnar höfum lengi beðið eftir," segir Þorbjörn Guðmundsson, formaður Samráðsnefndar iðn- og verkalýðsfélaganna sem starfa við Kárahnjúka.

Fjölskyldan flúin af heimilinu

Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd og hafi yfirgefið heimili sitt.

Davíð og Halldór deila

Halldór Ásgrímsson ætlar að beita sér fyrir endurskoðun laga um eftirlaun ráðherra og þingmanna. Viðræður stjórnarflokkanna hafa staðið yfir í þrjá mánuði. Davíð Oddsson vill engu breyta og útilokar þar með stjórnarfrumvarp. Allir flokkar nema Sjálfstæðisflokkur hafa lýst yfir vilja til að breyta lögunum. </font /></b />

Ríkisstjórn í tíu ár

Ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á tíu ára afmæli í dag. Aðeins viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sat lengur en hún starfaði í tólf ár. Ef núverandi ríkisstjórn starfar til loka kjörtímabilsins mun hún slá það met. </font /></b />

Blaðið í öll hús

"Fréttablaðið hefur gengið afar vel og við teljum að rúm sé á markaðnum fyrir annað blað af svipuðum toga," segir Karl Garðarsson, einn eigenda og forsvarsmanna Blaðsins, sem er nýtt dagblað sem dreift verður í öll hús á höfuðborgarsvæðinu frá og með miðjum maí.

Nýtt dagblað væntanlegt

Nýtt dagblað hefur göngu sína í næsta mánuði. Það mun heita <em>Blaðið</em> og verður dreift ókeypis á Stór-Reykjavíkursvæðinu.

Ríkisstjórnin tíu ára

Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson halda á morgun upp á tíu ára ríkisstjórnarsamstarf. Þeir segjast hafa lært mikið af samstarfinu og eru ánægðir með árangur þess.

Nuddgallinn verðlaunaður

Þrjár stúlkur úr Menntaskólanum á Akureyri hlutu í dag fyrstu verðlaun í landskeppni ungra vísindamanna. Sigurverkefnið heitir „Nuddgallinn.“

Sjá næstu 50 fréttir