Innlent

Neyðarfundur í sjávarútvegsnefnd

Þorskaflinn hefur að jafnaði verið mun minni, í þau rúmlega tuttugu ár sem veiðunum hefur verið stjórnað með kvótum til að byggja stofninn upp, en hann var um áraraðir þegar menn gátu stundað veiðarnar frjálst. Þetta verður meðal annars rætt á neyðarfundi sem boðað hefur verið til í sjávarútvegsnefnd Alþingis eftir hádegi.  Tilefni fundarins er að þorskstofninn frá árunum 2001 til 2003 eru allir mjög lélegir, samkvæmt mati Hafrannsóknastofnunar, en þeir eiga allir eftir að koma inn í veiðarnar og bera þær uppi á næstu árum. Árin 1980 og 1981 var þorskaflinn t.d. hátt á fimmta hundrað þúsund tonn hvort ár, gripið var til verndunaraðgerða 1983 og nú er kvótinn aðeins um 200 þúsund tonn. Hann hefur lægst farið niður í 178 þúsund síðan verndunaraðgerðir hófust. Það virðist því vera að eftir því sem sóknin minnki, minnki veiðin líka á sóknareiningu - þveröfugt við það sem verndunaraðgerðirnar hefðu átt að skila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×