Ríkisstjórn í tíu ár 22. apríl 2005 00:01 Í dag eru 10 ár liðin frá því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst. Einungis einu sinni áður hefur ríkisstjórnarsamstarf varað lengur, en það var viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem starfaði á árunum 1959 til 1971. Ef gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vari fram yfir næstu alþingiskosningar 2007 mun ríkisstjórnin hafa verið við völd fjórum mánuðum lengur en viðreisnarstjórnin, og þar með slá nýtt met. Fjörutíu þingsæti Í alþingiskosningunum 1995 hélt þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks minnsta mögulega meirihluta og baðst þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lausnar og gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Framsóknarflokkinn. Nýja ríkisstjórnin hafði fjörutíu þingsæti á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hafði unnið nokkurn sigur í kosningunum, bætt við sig tveimur þingsætum og náð 15 kjörnum þingmönnum. Fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, fengu 32 þingsæti samtals og hefði hver þingmaður því í raun verið í oddastöðu í öllum málum. Tíu ráðherrar Í ríkisstjórninni sem mynduð var fyrir tíu árum áttu sæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 22 ráðherrar á tímabilinu Alls hafa tólf ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og tíu ráðherrar Framsóknarflokksins setið í ríkisstjórn á síðustu tíu árum. Auk þeirra sem að ofan eru talin eru það Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Sólveig Pétursdóttir, Tómas Ingi Olrich, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir úr Sjálfstæðisflokki og Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir og Árni Magnússon úr Framsóknarflokki. Þrír ráðherrar hafa setið í ríkisstjórn öll tíu árin; þeir Davíð, Halldór og Björn. Tvennar þingkosningar Ríkisstjórnin hefur farið í gegnum tvennar alþingiskosningar á áratugnum og haldið meirihluta í þeim báðum. Árið 1999 töpuðu flokkarnir samtals tveimur þingmönnum frá því í kosningunum fjórum árum áður og fengu því 38 þingmenn. Framsóknarflokkur fékk 12 þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur 26. Í kosningunum 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fjórum þingsætum en fjöldi framsóknarþingsæta stóð í stað. Ríkisstjórnarflokkarnir héldu því meirihluta með 34 þingmenn kjörna. Ekki í fyrsta sinn Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn nú er ekki hið fyrsta því flokkarnir hafa tvisvar áður starfað saman í tveggja flokka stjórn. Í fyrsta skipti var það á árunum 1932 til 1934 undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar. Því næst störfuðu flokkarnir saman í ríkisstjórn á árunum 1950 til 1956. Formenn beggja flokkanna, Ólafur Thors og Hermann Jónasson, gegndu ráðherraembættum í ríkisstjórninni sem samanstóð af sex ráðherrum, þremur í hvorum flokki, og höfðu flokkarnir 36 þingsæti af 52. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira
Í dag eru 10 ár liðin frá því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst. Einungis einu sinni áður hefur ríkisstjórnarsamstarf varað lengur, en það var viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem starfaði á árunum 1959 til 1971. Ef gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vari fram yfir næstu alþingiskosningar 2007 mun ríkisstjórnin hafa verið við völd fjórum mánuðum lengur en viðreisnarstjórnin, og þar með slá nýtt met. Fjörutíu þingsæti Í alþingiskosningunum 1995 hélt þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks minnsta mögulega meirihluta og baðst þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lausnar og gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Framsóknarflokkinn. Nýja ríkisstjórnin hafði fjörutíu þingsæti á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hafði unnið nokkurn sigur í kosningunum, bætt við sig tveimur þingsætum og náð 15 kjörnum þingmönnum. Fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, fengu 32 þingsæti samtals og hefði hver þingmaður því í raun verið í oddastöðu í öllum málum. Tíu ráðherrar Í ríkisstjórninni sem mynduð var fyrir tíu árum áttu sæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 22 ráðherrar á tímabilinu Alls hafa tólf ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og tíu ráðherrar Framsóknarflokksins setið í ríkisstjórn á síðustu tíu árum. Auk þeirra sem að ofan eru talin eru það Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Sólveig Pétursdóttir, Tómas Ingi Olrich, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir úr Sjálfstæðisflokki og Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir og Árni Magnússon úr Framsóknarflokki. Þrír ráðherrar hafa setið í ríkisstjórn öll tíu árin; þeir Davíð, Halldór og Björn. Tvennar þingkosningar Ríkisstjórnin hefur farið í gegnum tvennar alþingiskosningar á áratugnum og haldið meirihluta í þeim báðum. Árið 1999 töpuðu flokkarnir samtals tveimur þingmönnum frá því í kosningunum fjórum árum áður og fengu því 38 þingmenn. Framsóknarflokkur fékk 12 þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur 26. Í kosningunum 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fjórum þingsætum en fjöldi framsóknarþingsæta stóð í stað. Ríkisstjórnarflokkarnir héldu því meirihluta með 34 þingmenn kjörna. Ekki í fyrsta sinn Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn nú er ekki hið fyrsta því flokkarnir hafa tvisvar áður starfað saman í tveggja flokka stjórn. Í fyrsta skipti var það á árunum 1932 til 1934 undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar. Því næst störfuðu flokkarnir saman í ríkisstjórn á árunum 1950 til 1956. Formenn beggja flokkanna, Ólafur Thors og Hermann Jónasson, gegndu ráðherraembættum í ríkisstjórninni sem samanstóð af sex ráðherrum, þremur í hvorum flokki, og höfðu flokkarnir 36 þingsæti af 52.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari Sjá meira