Innlent

Hestasýningin hefur mikla þýðingu

Næstsíðasti dagur hestadaga í Skagafirði, sem kallast „Tekið til kostanna“, var í dag. Hestadagarnir hófust á Sumardaginn fyrsta og líkur á morgun. Á lokadeginum verða hestaræktunarbú opin almenningi til sýnis auk þess sem sem skeifukeppni verður haldin á Hólum í Hjaltadal. Deginum í dag lauk hins vegar með glæsilegri sýningu í reiðhöllinni á Svaðastöðum í Skagafirði. Ingimar Ingimarsson sýningarstjóri var ánægður þegar Stöð 2 ræddi við hann og sagði hann sýninguna hafa mikla þýðingu fyrir hestamennsku á svæðinu, sem og samfélagið í heild sinni. Yngsti knapi sýningarinnar, Ingunn Ingólfsdóttir, er ekki há í loftinu, enda er hún aðeins nýorðin fimm ára gömul. En hún er alls óhrædd og mikil hestakona. Hún sat sinn eigin á hest á sýningunni sem hún segir mömmu sína hafa gefið sér.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×