Innlent

Engir tveir læra stærðfræði eins

Allir geta lært stærðfræði en engir tveir læra hana á sama hátt. Þetta kom fram á fyrirlestri í Kennaraháskóla Íslands í vikunni. Hlutverk stærðfræðikennara er að sjá til þess að hver og einn nemandi geti lært stærðfræði á sínum forsendum og skapa réttar aðstæður til að svo megi verða. Þannig verða verkefnin að fjalla um eitthvað, segir Jónína Vala Kristinsdóttir, aðjúnkt við KHÍ, en ekki bara tölur á blaði. Fyrir lítil börn er mikilvægt að verkefni séu um eitthvað sem þau þekkja, jafnvel þau sjálf. Fyrir eldri börn getur verið gott að tengja verkefni samfélaginu eða áhugamálum þeirra. Aðspurð hvernig kennarar geti tekið á nemendum sem standi í þeirri trú að þeir geti ekki lært stærðfræði segir Jónína að aðalatriðið sé að greina í hverju vandinn felist. Það eigi kennarar að kunna. Aðalatriði kennara til að ná árangri í stærðfræðikennslu er að fylgjast með nemandanum; hvernig hann lærir og hugsar, og þar með, hvernig honum henti best að leysa verkefnið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×