Innlent

Nuddgallinn verðlaunaður

Þrjár stúlkur úr Menntaskólanum á Akureyri hlutu í dag fyrstu verðlaun í landskeppni ungra vísindamanna. Sigurverkefnið heitir „Nuddgallinn.“ Sjö verkefni bárust í keppnina að þessu sinni og áttu Akureyringar fjögur þeirra. Nudd og nálægð, „Nuddgallinn“, hlaut fyrstu verðlaun og stúlkurnar þrjár sem unnu verkefnið fögnuðu mikið - enda bjuggust þær ekki við sigri. Þær áttu frekar von á því að eitthvert verkefni sem tengist raunvísindum færi með sigur af hólmi. Nuddgallinn gengur hins vegar út á að kenna foreldrum að nudda börnin sín en með honum fylgir þar til gerður leiðbeiningabæklingur. Með sigrinum hafa stúlkurnar unnið sér þátttökurétt í Evrópukeppni ungra vísindamanna sem fram mun fara í Moskvu í haust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×