Innlent

Heitt vatn lækkar um 1,5%

Orkuveita Reykjavíkur hefur ákveðið að lækka verð á heitu vatni um 1,5%, frá 1. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi orkuveitunnar í fyrradag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að afkoma þess hafi verið góð á síðastliðnu ári. Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað að breyta ekki verði á rafmagni vegna verðlagsbreytinga. Nokkur vöxtur hafi verið í raforkusölu sem gefi tilefni til að ætla að Orkuveitan geti tekið á sig verðlagsbreytingar sem eru um 3,7% á þessu ári.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×