Innlent

Vantar leyfi Persónuverndar

Persónuvernd hefur ekki gefið út leyfi til notkunar á vefmyndavél sem stendur við höfnina í Bolungarvík. Stofnunin hyggst rannsaka málið frekar. Engar skýrar reglur eru í gildi í dag um það hvort og þá hvenær notkun vefmyndavéla er háð leyfi frá yfirvöldum. Fyrir utan þá myndavél sem komið var upp í Bolungarvík á dögunum er að minnsta kosti ein slík vél uppi á höfninni í Stykkishólmi. Netnotendur geta stjórnað vefmyndavélinni í Bolungarvík í gegnum tölvur sínar þar sem hægt er að snúa vélinni og draga að með henni. Forsvarsmenn myndavélarinnar töldu sig hafa fengið leyfi fyrir myndavélinni en Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að slíkt leyfi hafi ekki verið gefið. Sagði hún að á næstunni myndi stjórn Persónuverndar fjalla um málið og skoða hvort nauðsynlegt þætti að bregðast sérstaklega við vegna útbreiðslu slíkra véla.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×