Fjölskyldan flúin af heimilinu 22. apríl 2005 00:01 Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira
Móðir sautján ára pilts sem varð fyrir skotárás á Vaðlaheiði um síðustu helgi segir skelfilegt að hugsa til þess að árásarmönnunum hafi verið sleppt úr haldi þrátt fyrir að þeir hafi verið á skilorði þegar árásin var framin. Öll fjölskyldan sé dauðhrædd, hafi yfirgefið heimili sitt og ætli ekki að snúa þangað aftur fyrr en búið sé að koma mönnunum á bak við lás og slá. Móðirin, sem búsett er á Akureyri, segir sautján ára son sinn hafa glímt við fíkniefnadjöfulinn frá tólf ára aldri. Hann lenti í mjög slæmum félagsskap en móðirin segir hann hafa viðurkennt að honum hafi fundist þetta „töff“ til að byrja með. Síðasta laugardag óku tveir menn með piltinn upp á Vaðlaheiði, skipuðu honum að afklæðast og skutu ellefu skotum á hann með loftbyssu. Fjarlægja þurfti skot úr líkama hans með skurðaðgerð. Árásin, sem sögð er tengjast fíkniefnauppgjöri, hefur vakið óhug í þjóðfélaginu öllu en árasarmönnunum hefur verið sleppt úr haldi. Móðirin segir að henni líði hræðilega vitandi af mönnunum lausum, m.a. með hliðsjón af því að hún eigi tvö yngri börn. „Þessir menn eru á skilorði. Þeir eru teknir höndum, þeir játa og þá er þeim sleppt. Auðvitað eru allir skíthræddir,“ segir móðir drengsins og furðar sig á réttarkerfi sem sem virkar svona. Fjölskyldan er nú flúin af heimili sínu. Móðirin segir ástandið bara hafa versnað og nú sé svo komið að hún hafi útilokað son sinn, áttað sig á því að það sé ekkert meira sem hún geti gert fyrir hann í bili. Það hafi verið afskaplega erfið ákvörðun. „Maður getur ekki misst vonina. Það er það eina sem verður að halda í - að einhvern tíma taki þetta enda,“ segir móðir drengsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Sjá meira