Innlent

Europris hættir með ferskvöru

"Þarna erum við að sníða verslanir okkar hér á landi eftir verslunum Europris á erlendri grund," segir Matthías Eiríksson, framkvæmdastjóri Europris á Íslandi. Miklar breytingar eiga sér stað í verslunum þeirra þessa dagana og verður hætt að bjóða upp á ferskvörur eins og mjólk, brauð og kjöt að þeim loknum. Matthías segist ekki óttast að neytendur snúi sér annað heldur þvert á móti vonast hann til að þeim fjölgi. "Það sem á sér stað er að við erum að auka sérvöruúrval okkar á kostnað ferskvörunnar. Þetta hefur gefist afar vel erlendis og við erum bjartsýnir á að fólk taki þessu vel hér líka. Vöruúrval í sérvöru mun aukast til muna frá því sem nú og við verðum áfram mjög samkeppnishæfir í öllum okkar verðum og ég leyfi mér að fullyrða að hér finnur fólk bestu verðin á fjölmörgum vörutegundum." Áfram verður hægt að versla þurrvörur og niðursoðnar matvörur í verslunum Europris þrátt fyrir að fara verði annað eftir mjólk og brauði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×