Innlent

Bjargaði börnum úr háska

Tvö þriggja ára börn, drengur og stúlka, voru hætt komin þegar þau féllu fram af sjávarkambi og ofan í sjó við Kolgrafarfjörð á Snæfellsnesi í gær. Þar var hópur fólks við skeljatínslu og tóku börnin sig út úr hópnum og hlupu fram af kambinum. Aðdjúpt er fyrir neðan kambinn og nokkur straumur, að sögn lögreglunnar á Snæfellsnesi, og flutu börnin frá landi. Kona úr hópnum náði brátt drengnum en um það bil sem hún gat ekki vaðið dýpra náði hún taki á stúlkunni og bar hana í land. Stúlkan var þá orðin meðvitundarlaus og beitti konan hana lífgunaraðgerðum og komst stúlkan þá til meðvitundar. Til öryggis voru bæði börnin flutt í sjúkrabíl á Landspítalann í Reykjavík þar sem þau fengu frekari aðhlynningu. Að sögn lögreglunnar vann konan björgunarafrek og sýndi mikið áræði.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×