Innlent

Fellst á kröfu Impregilo

Yfirskattanefnd hefur fellt úrskurð í deilumálum sem lúta að skattgreiðslum erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun og greiðslum tryggingargjalda vegna þeirra. Yfirskattanefnd féllst á kröfu ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo um að ógilda álagningu skattstjóra vegna ágalla á málsmeðferð og leiðir það til endurgreiðslu 22 milljóna króna sem innheimtar voru í staðgreiðsluskatta. Einnig var álagning skattstjóra lækkuð um átta milljónir króna. Í fréttatilkynningu frá Impregilo segir að yfirskattanefnd hafi komist að þeirri niðurstöðu að útibú Impregilo á Íslandi væri, í skilningi íslensku staðgreiðslulaganna, launagreiðandi ítalskra starfsmanna móðurfélagsins, sem og starfsmanna portúgölsku starfsmannaleigufyrirtækjanna sem starfa að verkefnum í þágu Impregilo. Því hafi skattstjóra verið stætt á því að gera Impregilo ábyrgt fyrir innheimtu staðgreiðslu tekjuskatts af launum umræddra manna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×