Innlent

Börnin við góða líðan

Börnin tvö, sem féllu í sjóinn í Kolgrafafirði í fyrradag, voru við góða líðan á Barnaspítalanum í gær og sagði Sigurður Kristjánsson barnalæknir að engin hætta væri á ferðum. Hann átti jafnvel von á að þau yrðu útskrifuð af sjúkrahúsinu í gær. Börnunum tveimur var bjargað úr lífshættu í Kolgrafafirði í fyrradag. Þau voru þar við skeljatínslu með mæðrum sínum þegar þau féllu í sjóinn og flutu út. Móðursystir þeirra óð út í og náði þeim en annað barnið var búið að missa meðvitund þegar því var bjargað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×