Eftirlaunalögum ekki breytt 22. apríl 2005 00:01 Davíð Oddsson telur enga ástæðu til að breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna eins og Halldór Ásgrímsson hefur lýst yfir að hann telji nauðsynlegt að gera. Davíð telur gagnrýni á lögin á misskilningi byggða. Í lok janúar á þessu ári var töluverð umræða um það í fjölmiðlum að nokkrir fyrrverandi ráðherrar fengu ríflegt eftirlaun ofan á laun fyrir fullt starf hjá hinu opinbera. Þetta var talið afleiðing af umdeildum breytingum á eftirlaunalögunum og sagðist forsætisráðherra þá vera ósáttur við það. Aldrei hafi verið hugmyndin að þetta tæki til manna í föstu starfi hjá ríkinu. Beðið hefur verið eftir frumvarpi til breytinga á þessum lögum en útlit er fyrir að það komi ekki í bráð, í það minnsta ekki á þessu kjörtímabili. Davíð segir eftirlaunalögin tiltölulega ný. Hann hafi heyrt að þau hafi verið sett sérstaklega vegna hans en sé ekki á þeim buxunum að hætta, a.m.k ekki á meðan hann haldi heilsu og afli. Aðspurður um ummæli Halldórs í janúar varðandi breytingar á lögunum segist Davíð telja að forsætisráðherra hafi sagt að málið kæmi til athugunar. „Ég hef ekki orðið var við neinar sérstakar tillögur um það efni,“ segir Davíð. Davíð segir sem sagt að tvöfaldar greiðslur til fyrrverandi ráðherra ekki hafa neitt með síðustu breytingar á eftirlaunalögunum að gera, sá möguleiki hafi verið í lögunum fyrir. Heimildamenn fréttastofu úr röðum framsóknarmanna telja samt sem áður ástæðu til breytinga og segja málið stranda í Sjálfstæðisflokknum. Davíð segist ekki kannast við það. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira
Davíð Oddsson telur enga ástæðu til að breyta lögum um eftirlaun æðstu embættismanna eins og Halldór Ásgrímsson hefur lýst yfir að hann telji nauðsynlegt að gera. Davíð telur gagnrýni á lögin á misskilningi byggða. Í lok janúar á þessu ári var töluverð umræða um það í fjölmiðlum að nokkrir fyrrverandi ráðherrar fengu ríflegt eftirlaun ofan á laun fyrir fullt starf hjá hinu opinbera. Þetta var talið afleiðing af umdeildum breytingum á eftirlaunalögunum og sagðist forsætisráðherra þá vera ósáttur við það. Aldrei hafi verið hugmyndin að þetta tæki til manna í föstu starfi hjá ríkinu. Beðið hefur verið eftir frumvarpi til breytinga á þessum lögum en útlit er fyrir að það komi ekki í bráð, í það minnsta ekki á þessu kjörtímabili. Davíð segir eftirlaunalögin tiltölulega ný. Hann hafi heyrt að þau hafi verið sett sérstaklega vegna hans en sé ekki á þeim buxunum að hætta, a.m.k ekki á meðan hann haldi heilsu og afli. Aðspurður um ummæli Halldórs í janúar varðandi breytingar á lögunum segist Davíð telja að forsætisráðherra hafi sagt að málið kæmi til athugunar. „Ég hef ekki orðið var við neinar sérstakar tillögur um það efni,“ segir Davíð. Davíð segir sem sagt að tvöfaldar greiðslur til fyrrverandi ráðherra ekki hafa neitt með síðustu breytingar á eftirlaunalögunum að gera, sá möguleiki hafi verið í lögunum fyrir. Heimildamenn fréttastofu úr röðum framsóknarmanna telja samt sem áður ástæðu til breytinga og segja málið stranda í Sjálfstæðisflokknum. Davíð segist ekki kannast við það.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Sjá meira